Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 33
að sjá leikritið, var það aðeins hálf ánægjan
fyrir börnin, og færi ég og skildi einn
drengjanna eftir heima, var búið með
ánægjuna fyrir okkur öllum. Við bárum
saman ráð okkar og töluðum um málið
fram og aftur. Það varð ekki útrætt og nú
var dagurinn fyrir hátíðina kominn,
drungalegur kuldadagur í desember, en
snjór og kuldi voru óvinir okkar — því að
enginn mundi ryðja okkur leiðina í snjón-
um.
„Ég get farið svolitla stund á skemmtun-
ina, svo kem ég lieim og þá færðu buxurnar
mínar og getur farið,“ segir einn bræðranna
við yngsta drenginn, buxnalausa vesaling-
inn.
Þá þreif ég kjólinn og fór að spretta hon.
um, klippti og settist við „Singer saumavél
upp á afborgun“ og fór að sauma. Dreng-
irnir stóðu í kringum vélina. Þeir sáu efnið
verða að buxum, og þeir horfðu alvöru-
gefnir á mig.
„Ef til vill getur þú fengið lánaðan kjól
hjá Lottu,“ sagði elzti drengurinn.
Lotta bjó langt í burtu, hún átti aðeins
síða, gamaldags kjóla og mundi aldrei leyfa,
að ég stytti kjól af henni.
Ég saumaði í ákafa og hugsaði svo að
heilinn ætlaði að springa. „Ég lita baðmull-
arkjól, ég á til lit,“ sagði ég.
„Þá færðu kvef, það er svo kalt. Þú átt
enga kápu,“ sagði elzti drengurinn.
„Ég læt teppi yfir mig á leiðinni, og fel
það svo í trjárunna við skólann, þangað til
við förum heim.“
„Við eigum ekkert teppi.“
„Ég fæ lánað sjalið hennar Lottu gömlu,“
segi ég örvæntingarfull.
Ég var ákveðin í að komast einhvern veg-
inn fram úr þessu. Nú hafði ég sprett kjóln-
um og buxurnar virtust ætla að verða ágæt-
ar. Drengirnir gerðu allt, sem þeir máttu,
til þess að ég gæti setið við saumana, þeir
flysjuðu kartöflur, bjuggu um rúmin fyrir
nóttina; og ég var búin með buxurnar, nú
var komið að hnöppunum.
Hvernig sem ég leitaði fann ég ekki
hnapp á heimilinu. Hnapparnir höfðu ver-
ið teknir af hverjum einasta aflóga garmi.
„Við skulum lilaupa eftir þeim til kaup-
mannsins," hrópuðu drengirnir hver upp í
annan.
„Ég á ekki eyri til.“
„Við eigum samtals fimmtíu aura, við
förum með þá.“ Nei, það fengu jreir ekki.
Fimmtíu aurana áttu þeir að hafa á
skemmtunina.
„Þið getið fengið hnappana út í reikning,
ég skrifa lappa með ykkur, við fáum þá líka
nokkrar síldar, það er aðeins ein til í mat-
inn í kvöld.“
Elztu drengirnir tveir flýttu sér í yfir-
hafnirnar; ég fylgdi þeirn út í dyr, það var
svartamyrkur og úðarigning.
„Ég fer sjálf,“ sagði ég.
„Þú þarft að ljúka við buxurnar og svo
áttu eftir að lita kjólinn." Og svo þutu þeir
af stað.
Það var góður spölur til kaupmannsins.
Ég sat lengi við vélina og hugsaði margt.
Ég hafði ekki lengur áhuga á þessu, mig
langaði ekki á skemmtun í dökkum baðm-
ullarkjól, hálfum rnánuði fyrir jól. Krakk-
arnir gátu verið heima. Til hvers var þetta
allt. Skólinn var að vísu eina ljósglætan í
tilveru þeirra. Vitur- og góð kennslukona og
nemendurnir allir frá fátækum heimilum.
Henni hafði tekizt að skapa þann anda
hrifningar í skólanum, að börnin gleymdtt
að mestu þeirri hörku lífsins, sem jrau voru
of ung til að þurfa að hugsa um.
Hvernig hún rækti börnin í þessum skóla
gat verið fyrirmynd annarra skóla fyrir ör.
eigabörn. Fullkominn skilningur og félags-
lyndi ríkti milli kennarans og barnanna.
Allt þetta hvarf í móðu augnabliksörvænt-
ingarinnar. Börnin vanhagaði bæði um mat
og klæði, þó að þau hefðu duglegan kenn-
ara, sem reyndi að gera líf þeirra bjartara og
gefa þeim svolítið af andlegum verðmætum
lífsins. Hún var brautryðjandi í sókninni.
MELKORKA
31