Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 35

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 35
þar sem börnin önnuðust sjálf skemmtiat- riðin. Enginn tók eftir því að ég var í lituð- um baðmullarkjól, þó að um hávetur væri. Allir vissu að ég hafði skrifað eitt af litlu leikritunum, sem átti að sýna. Hverjum varð þá litið á kjólinn. Daginn eftir tók ég hnappana af buxun- unr og festi þá aftur á fötin. Mágur rninn fékk aldrei að vita að við höfðum tekið þá traustataki. Hann var geð- vondur, þegar hann var drukkinn og hefði orðið reiður. HIN NÝJA STEFNA Framh. af bls. 5. ríkisstjórnina varðandi þátttöku í samningn- um, og væri það mál, sem íslendingar sjálfir yrðu algerlega að ákveða. Á hitt lagði lrann áherzlu, að ef íslendingar tæki þátt í banda- lagi þessu, sýndu þeir þar með á sama veg og aðrir samningsaðiljar, að þeir vildu ekki, að land þeirra yrði til afnota fyrir árásarþjóð. í seinni hluta gi'einarinnar er gengið þvert á það, sem segir í fyrri hlutanum: Bandaríkin ætla ekki að iiafa áhrif á íslend- inga í vali þeirra, en ef þeir segja nei við þátttöku, vilja þeir að land þeirra verði til afnota fyrir árásarþjóð, þ. e. óvin Bandaríkj- anna. Þ. e. a. s. ef við segjum ekki já, erum við óvinir Bandaríkjanna. Ilér kemur fram skoðun, sem ekki er geðþekk í viðskiptum lýðræðisþjóða: Ef þú ert ekki með mér, þá ertu á móti mér. Þriðji möguleikinn er ekki til. Þetta eru kaldar kveðjur, þegar litið er á aðstöðu okkar íslendinga, smáþjóðar, sem öllu hefur að tapa, ef illa tekst til. En látum svo vera, að frá sjónarmiði Bandaríkjanna skipti það engu máli, hvort íslenzka þjóðin er til eða ekki. Að landið og lega þess skipti eitt máli. Hvernig hagar þá til? Brezkir og bandarískir hernaðarsérfræðingar hafa ekki látið undir höfuð leggjast að ræða stöðu ís- lands í væntanlegri styrjöld. Þeirn kemur saman um, að eylandi, eins og íslandi, verði ekki haldið af neinni hernaðarþjóð nema þeirri, sem ræður yfir hafinu kringum land- ið. Það sé fyrirfram dauðadæmt að gera til- MELKORKA raun til að ná hernaðaraðstöðu hér, án þess að siglingar fyrir birgðaflutninga til lands- ins séu öruggar. Þær þjóðir, sem eru allsráð- andi á hafinu í kringum okkur, eru Bretar og Bandaríkjamenn. Aðstaða okkar, land- fræðilega, er því rnjög hagstæð fyrir Banda- ríkjamenn, og var því hægt að spara sér hin kuldalegu svör. Hitt þarf engan að undra, að Bandaríkjunum sé það hugleikið, að við gerumst aðilar af frjálsum vilja, þó að það sé aðeins á pappírnum. Við það vinnst að við tökunr þá á okkur afleiðingarn- ar, góðar og illar. Þar fyrir utan er svo hin siðferðislega ábyrgð, senr Bandaríkjamenn vita manna bezt, að æskilegast er að losna við, ef illa færi um líf okkar og eignir. Þá lendir öll bótaskylda á okkur sjálfum; aðrir aðiljar hafa þar enga skyldu. í síðasta stríði vorunr við hlutlaus og fengunr bætt það tjón, senr við urðunr fyrir af völdunr þess. Nú erum við stríðsaðili og þá gegnir öðru máli. Þetta er bara einfalt reikningsdæmi. Fyrsta munnlega yfirlýsingin, af fjórunr, er á þessa leið: „Að ef til ófriðar kænri, nrundu Bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á íslandi og var í síðasta stríði, og það mundi algerlega vera á valdi íslands sjálfs, livenær sú aðstaða yrði látin í té.“ Til þess að láta sönru aðstöðu í té, þurfum við ekki að ganga í neitt bandalag. Aðstað- an, senr Bretar og Bandaríkjamenn lröfðu hér í síðasta stríði, var sú, að ísland var við- konrustöð skipa í herskipafylgd yfir Atlanz- hafið. Bandaríkjamenn vita, að sú aðstaða yrði veitt aftur, lrvenær senr væri, ef til 33

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.