Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 30
BANKETTEN
Skáldsaga eftir Marika Stiernstedt — Bonniers förlag 1947
Ejtir Ingu Þórarinsson
Banketten er að verulegu leyti frábrugð-
in hávaðanum af þeim skáldsögum, er komu
út samtímis henni í Svíþjóð. Stíll bókarinn.
ar er á engan hátt útreiknaður eða þving-
aður, og ekki er heldur um það að ræða, að
hversdagslegt talmál ráði um of ríkjum. En
Marika Stiernstedt er reyndar komin á átt-
ræðisaldur og hefur langa reynslu að baki
í skáldskaparlistinni. Þegar árið 1894 gaf
hún út fyrstu bók sína. Hún getur því leyft
sér að glettast ofurlítið milli línanna án
þess að þurfa að óttast, að ekki verði tekið
mark á henni. Marika Stiernstedt er dóttir
hershöfðingja af aðalsstétt og pólskrar konu
lians. Vegná föður síns komst hún í kynni
við ýmsa þekkta og mikilsvirta menn, og
varð það grundvöllurinn að víðtækri mann-
þekkingu hennar. Hún liefur verið lang-
dvölum í Frakklandi og þykir hafa orðið
fyrir mestum áhrifum frá frönskum skáld-
skap. Stutt er síðan hún fór í heimsókn til
ættlands síns, Póllands. Hefur hún í tíma-
ritsgreinunr borið mikið lof á Rússa fyrir
þátt þeirra í viðreisnarstarfinu í Póllandi.
í rúmlega þrjátíu ár var hún gift hinum
kunna rithöfundi Ludvig Nordström. Hún
var um langt skeið í miklum nretum sem
forseti ritlröfundasambands Svíþjóðar.
Margar bækur lrennar hafa verið kvik-
myndaðar. Nú á síðustu árum hin ágæta
hernámssaga Attentat í París, og loks Ban-
ketten. í flestum fyrri skáldsögum sínum
lrefur Marika Stiernstedt lýst liinunr marg-
víslegu vandamálum konunnar. Ritháttur
lrennar er skýr og laus við fordóma, ef til
vill fremur með siðrænum en listrænum
blæ.
í Banketten, sem afhjúpar sjálfsánægjuna
og tilgangsleysið í lífi auðstéttarinnar, læt-
ur lrún æskuna, senr hún lýsir af dýpstu
samúð, vera boðbera sósíalisnrans.
Bókin hefst á því, að brugðið er upp
mynd af fjölskyldunni, Jrar sem lrún er að
skeggræða um væntanlegt sextugsafnræli
húsbóndans og veizlufagnaðinn, senr Jrví
fylgir.
Meðlinrir fjölskyldunnar eru:
Móðirin, hrokafull og heimsk að eðlis-
fari, er lrefur í hjónabandinu gerzt ótrúlega
ágjörn, sérstaklega á postulín og silfurnruni.
í lrjarta hennar er einungis rúnr fyrir lrana
sjálfa, en samvizku sína róar hún á þann
hátt að lrafa öðru lrverju yfir ræðustúf, sem
hljóðar eitthvað á Jressa leið: „Ef aðeins
væri dálítið nreira af kærleika í heiminum.
Ég held að góðar óskir geti komið miklu
til leiðar."
Eldri sonurinn, slæpingi, sem er allt að
því glæpsamlegur í ófélagslegri afstöðu
sinni til meðbræðra sinna.
Yngri sonurinn, samúðarfullur og ögn
barnalegur stúdent, sem lrefur logandi
áhuga á að finna betri lausn á vandamálum
mannkynsins.
Dóttirin, er lýkur lífi sínu á sviplegan
hátt með sjálfsmorði. Henni er lýst misk-
unnarlaust sem duglausri gleðikonu, en þó
28
MELKORKA