Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Qupperneq 24
22
un, innileik og prek. það sem pví pótti undurfagurt 1
dag, getur pað fótumtroðið á morgun — ef til vill dá-
ist pað að pví næsta dag. það pekkir ekkert hóf á
iofi eða lasti. J>að, sem pví pykir fagurt, er óviðjafn-
anlega fagurt; pað sem pví pykir eitthvað að, er fram
úr öllu hófi aumt og vesalt.
Mark og mið pess er, að afla sjer nautnar; pað
verður allt af að vera gagntekið af einhverju. J>að
verður allt af að skemmta sjer, og pví háværari gleði,
pví betur. |>að er framúrskarandi hugvitsamt í pví að
finna upp nýtt tækifæri til nýrra skemmtana.
pegar um börn er að ræða, verður varla talað um
eiginlegar ástríður, ákafa tilhneiging, eða löngun til
einhvers ills verknaðar, en allra sízt, pegar um hið
sangvinska harn er að ræða. J>að hefur engan tíma
til að láta ákveðna, illa tilhneigingu fá stöðug yfirráð
yfir huga sínum, svo að allar aðrar sálargáfur pjóni
henni — en petta er einmitt eðli og einkenni ástríð-
unnar —; til pess er pað allt of hvikult, staðfestulaust.
En ef um ástríður skyldi ræða bjá börnum, pá verður
hjá hinu sangvinska barni opt vart við tilhneigingar til
hjegómasemi, losungar og Ijettúðugrar nautnar.
Með fám orðum mætti pá einkenna hið sangvinska
barn pannig: Af annari hálfu ljettúð, kæruleysi, hverf-
andi hugsun, nautnarfýsn, ódælleikur, strákskapur, en
á hinn bóginn ijúfleiki, brjóstgæði, vingjarnleiki, lífs-
gleði; pað eru kostir og ókostir pessa lundarlags.
Að pví er snertir hið einkennilega við líkamsskapn-
að hins sangvinska barns, pá er pað venjulega: grann-
ur og beinn vöxtur, ljettur, vaskur gangur, blómlegur
andlitslitur, glatt og hýrlegt augnaráð og um fram allt
framúrskarandi viðkvæmt taugakerfi.