Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Side 44
42
leita orsakarinnar til ýmsra óknytta, og mótþróa, sem
íyrir kann að koma hjá börnum, í meðfæddu lunderni
•barnanna, heldur en ganga að því vísu, að yfirsjónir
'þeirra komi ávallt til af ásetningi til ills. Meðaumkv-
•un með barninu verður að stjórna tilfinningum kenn-
arans og gjörðum hans gagnvart því. f>ar að auki
viljum vjer gef'a þá bendingu, að kennarar og fóstrar
slíkra barna ættu aldrei að narra þau eða villa sjónir
fyrir þeim, þó að í gamni sje. f>að veikir traust barn-
anna til þeirra. I’eir ættu að kosta kapps um að láta
slík börn ávallt hafa eitthvað að gera, eitthvað að hugsa,
svo að þau fái aldrei tírna til að söklcva sjer niður í
•sorglegar hugleiðingar. J>ví að megi börnin sjálf ráða,
vilja þau helzt ,liggja í rúmi sínu, eða fara út í horn,
til þess að geta í næði geíið hugsunum sítíum og til-
finningum tauminn. Ef því verður viðkomið, er gott,
að melankólsk börn sjeu, að minnsta kosti við og við,
latin vera með kátum og gföðum börnum. Kennarinn
•ætti einnig að umgangast slík börn með saklausri gleði
•og glaðværð. pegar það er augljóst, að glaðværðin er
höfð í frammi einungis til þess að gleðja börnin, þá fer
hún vel á hinum alvörugefna kennara, og hann hefur
•enn aldrei þurft að fyrirverða sig fyrir það, að hann hafi
verið glaður í bragði.
Með hyggindum og einlœgum vilja má laga þessa
hugarstefnu barna. f>au leita einatt einveru, og hafa
köllun til að verða sjálfstæð og siðvönd. Ef pau á
annaðborð verða þess vör, að aðgjörðaleysið sje þeim
skaðlegt, verður þeim jafnvel hver mótspyrna hvöt til
framtaks. pau kosta kapps um að verjast þeirri ógæfu,
sem af aðgjörðaleysinu leiðir. Ef' þeim or leiðbeint eins
•og vera ber, geta þau orðið siðvandir og heiðarlegir
tnenn og virðingarverðir menn, en sem sjaldnar leitast