Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Page 45
43
við, að vinna pau verk, er afli þeim sjerlegrar frægðar,
eða frama.
D. Hið flegmatiska barn.
1. Einlcenni.
Hið flégmatiska barn er rólegt, tregt og tilfinninga-
sljóft. J>að þarf mikið til að raska geðró þess. Allt,
sem fram fer kringum það, hefur lítil álirif á það.
|>að er örðugt að örfa það, eða vekja áhuga þess á
nokkrum hlut. J>að er gagnólíkt hinu kóleriska barni.
|>að þekkir ekki framtaksemi, eða brennandi áhuga.
Næði og friður er alít, sem það óskar sjer. J>að þekkir
varla sorgir og kærir sig ekki um neinar sjerlegar
skemmtanir; það er latt og góðlynt, og ráfar einatt
um með höndurnar á bakinu, nemur opt staðar og
glápir kringum sig, en veitir þó eiginlega engu eptir-
tekt. J>að er ávallt auðsjeð á því, að þaö á ekki aun-
ríkt. Allt er því fullgott. J>ví er sama, hvort það
gengur vel eða illa búið, hvort það er í heilum föturn,
eða rjfnum. Það skeytir alls ekki um að eiga falleg
föt. Bækur þess liggja á víð og dreif og það er hirðu-
laust um flest, sem það á að gera.
í>ó að slík börn sjeu liarðlega ávítuð, eða hirt, ber
það sjaldan við, að þau reiðist eða sýni þrjózku. J>au
reyna venjulega að bíða með róseini af sjer reiði —
óveður kennarans. J>ví er það, að kennurum og for-
eldrum hættir ekki svo mjög til að reiðast, eða beita
hugsunarlausri hörku við flegmatisk börn; þar sem vilji
kennarans mætir engri þrjózku eða þverúð, hefur hann
sjálfur litla ástæðu til ómildrar barðneskju.
Plegmatisk börn eru friðsöm og umburðarlynd við
önnur börn. f>au lieimta ekki inikið af öðrum, eru