Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Side 48
46
Tökum einnig hjer hið einkennilega fram í fám
orðum: Af.annari hálfu tilhneiging til aðgjörðaleysis,
likaiiilt-ý og aiiuíeg ueyfð, skurLur á liifinningu r’yrir
annara lrag og tilhneiging til hódífis, en á hinn hóg-
inn rósemi, þolinmæði, umburðarlyndi og gætni — þnð
eru kostir og lestir hinnar flegmatisku lundar.
Hið flegmatiska barn hefur venjulega litla líkams-
burði; það er opt feitt, hefur hálfsofandi augnaráð og'
gengur slæpingslega. —
2. Meðferð.
Um fram allt verður að varast að heimta of mikið
af flegmatiskum börnum; ef svo er gjört leggja pau ár-
ar í bát, og finna engan viljakrapt hjá sjer til að gjöra
neitt. Aptur á móti eru pau fús til, að gera eitthvað
dálítið. J>að væri pví rangt gert af kennara, ef hann’
t. d. færi að setja slíkum börnum fyrir sjónir allt, sem
pau œttu að fara yflr á heilu ári. þvert á móti er
rjett að taka lítið fyrir í einu, og nema staðar eptir
stutta áfanga; leggja síðan út í hið næsta óþreyttur,
komast sem fyrst yfir pað og nema svo aptur staðar.
A pennan hátt kemur kennarinn sínu fram, án pess
að brjóta lund barnsins allt of mjög um þvert. Hjer
rná kennarinn ekki búast við að uppskera pá skemmti-
legu ávexti iðju sinnar, að geta daglega sjeð og þreifað
á framförum nemendans. Hann má vera ánægður, ef
liann sjer eptir mánaðar tíma, að hann hefur komizt
eitt hænufet áleiðis í kennslunni. Það kemur auðvitað
fyrir, að flegmatisk börn sjeu gáfuð, en pað er fremur
undantekning en aðalregla. En pað, sem pau á annað
borð haf’a numið, verður líka optast peirra andleg eign
alla æfi.
Annar annmarki á uppeldi liins flegmatiska barns
er tilfinningarleysi pess; hjer stendur kennarinn uppi