Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Qupperneq 54
52
og í suðurlöntlum, og mismunurinn ]jví meiri, pví uær
sem dregur miðjarðarlínu, eða pólunum.
par við bætist, að bæði ytri áhrif og skoðanir
manna eru ólíkar á ýmsum stöðum ájörðunni, og hlýt-
ur pað að hafa pýðingu fyrir skapferli baði hvers ein-
staks manns og heilla pjóða. í hinum norðlægari lönd-
um eru menn lukkulegir, ef peir pjást ekki. Norðmenn,
Svíar, Englendingar og flestir Jjjóðverjar eru lukku-
legir, ef ólánið eltir pá ekki; peir geta geta glaðst yfir
fjærvist ógæfunnar. þegar menn í hinum norðlægari
löndum neyðast til að halda sig inni sakir kafaldsbylj-
anna, og geta ekki aðhafzt utan liúss, pá hefur hús-
faðirinn ánægju af pví að vita að konu og börnum er
enginn háski búinn og að hús hans og heimili er úr
allri hættu, hvað sem á dynur. Hann kann að lifa í
voninni og njóta lífsins 1 friði og rósemi. Jjví færri
lukkulindir sem hann hefur að ausa úr, pví glaðari er
hann og lukkulegri með pá hugsun, að honuin sje pó
nokkurnveginn hlíft við stórkostlegri óhamingju. í
Buðurlöndum pykir aptur minna til pess koma, að ó-
hamingjan dynur ekki yfir; menn leita par nautnarinn-
ar, vilja höndla gleðina. í konunglegum allsnægtum
lifir suðurlanda-búinn og finnur fyrirhafnarlaust æ
ný og ný blóm og nýja ávexti undir heiðbláum himni.
Hann pekkir enga æðri hugsjón, sem hann vill verja
kröptum sínum fyrir. Hann er sangvinskur, en vant-
■ar sterkan vilja og framtak. Lukka suðurlanda-búa er
fólgin í ytri atvikum; norðurlanda-búar purfa ekki að
leita lukkunnar langt burtu; peir hafa hana í sjálfum
sjer. Eins og fiðrildið sýgur suðurlanda-búinn gæða-
drykk úr peim blómum, sem jörðin býður honum.
Norðurlanda-búinn er líkur bíílugunni, sem hræðist enga
fyrirhöfn, en safnar hunangi prátt fyrir allt. í pví að
♦