Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Blaðsíða 59
57
nóg saman að sælda; þau hvíslast á, gjöra hendingar,
lclípa hvort annað og sparka hvort í annað; og opt
kveður svo að pessu, að pað ruglar kennsluna. |>essi
viðureign hefur áhrif á börnin, og hún er þeim gagnleg
að sama skapi, sem lund þeirra er ólík. En tvö sang-
vinsk börn spilla hvort öðru; tveir kóleriskir sessunaut-
ar sitja aldrei á sátts höfði. Kennarinn getur skipað
börnunum til sætis eigi síður eptir lunderni þeirra, en
þekkingu. Arangurinn af því kemur fyr eða síðar í
ijós.
Skólin hefur að þessu leyti meira gildi sem upp-
eZdí'sstofnun, heldur en heimilið. En sem kennslustofn-
un verður því ekki neitað, að liann stendur að baki
heimili, sem hefur duglega kennslukrapta. A slíkum
heimilum læra börn opt eins mikið á missiri, og þau
læra í skólanum á ári. Hið eina sem ekki verður
lært á heimilum er það, að umgangast menn. En það'
er kunnátta sein síður má án vera í lífinn, en þess að
skilja útlendar tungur, svo þægilegt og æskilegt sem
það þó er á þessum járnbrautartímum, sem varla þekkja
fjarlægðir landa milli. Alstaðar þar, er margir jafn-
aldrar eru saman í sama augnamidi og undir sama aga,.
hvort sem heldur er í skólum, eða öðrum áþekkum
stofnunum, þá mýkist og blandast hin meðfædda lund
þeirra, og minna ber á misfellunum. Hið sangvinska.
barn finnur það með sjálfu sjer, að kvikljndi þess verð-
ur til athlægis, og að það á hið sama alvarlega verk
að vinna og skólabræður þess, eða skólasj'stur. Hið
kóleriska barn finnur, að það hjálpar ekki að vilja ráða
öllu og skipa fyrir um allt; það verður að liaga seglum
eptir vindi. Hið melankólska barn fær ekki tækifæri
til að sökkva sjer niður í sorglegar hugsanir, og það
fer ekki lijá því, að kæti og gleði liinna barnanna hafi.
áhrif á það. Hið flegmatiska barn verður að vinna