Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Side 76
74
'Söng'urinn skerpir heyrnina, nákvæmnina, eptirtektina
og skilninginn. Hann lyptir sálunni á æðra stig, breið-
ir fegurðarhjúp yíir lífið, vekur í manni fjör og dug og
gengur í lið ineð trúarbrögðunum til pess, að gjöra
dauðann sjálfan flvrðlegan. Og í trúarbrögðum vorum
hefur ekkert fundizt heppilegra, sem sælu annars heims
hefur verið líkt við en söngur. Allur söngur er pannig
'pýðingarmikil námsgrein yíir höfuð, en sitt verulega
gildi fær hann fyrst pegar hann er margraddaður. Yf-
ir höfuð álítum vjer, að söng ætti að kenna í liverjum
einasta barnaskóla, enda er enginn staða lífsins svo, að
söngmenntin geti ekki koinið að notum, og jafnframt
munu flest börn vera svo, að peim sje ekkert nám kær-
kotnnara. Ekki má pó ímynda sjer, að hægt sje að
kenna öllutn hann, pví sumir eru svo gjörðir af nóttúr-
unni, að peir hvorki geta skilið samræmi nje lært nokk-
urt lag, og aðrir sem að sönnu hafa eyra fyrir söng,
geta samt sem áður alls ekki sungið.
Slcriptin hefur pað frain yfir flestar námsgreinir,
að nú mun almennt álitið að allir purfi að læra að
skrifa meira eða minna, enda er liægara, að kenna barni
dálítið að draga til stafs, en margt anuað. þess vegna
parf ekkert að mæla með pví námi, og mjer liggur við
að benda á, að jafnvel pó sjálfsagt sje, að skriptarnám
sje eitt af pví fyrsta, sem ætti helzt að kenna samhliða
lestrinum, pá ætti ekki að eyða allt of löngum tíma
til pess úr pví, að barnið hefur lært að skrifa læsilega
og stórlýtalaust. Að læra fegurðarrithönd er aptur á
móti of langvinnt nám fyrir allan porra manna og
eyðir timanum frá öðru nytsamara námi, enda liefur
pað litla pýðingu fvrir aðra en pá, sem ætla að láta
skript vera aðal lífsstarf sitt, en peir sein vinna strit-
vinnu stirðna fljótt eða verða skjálfhentir, hversu vel
sem peir hafa lært að skrifa á æskuárunum. Sumir