Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Síða 90
88
þjettbyggð, par liefur skóli verið í 18 nr; til pessa skóla
gætu líka með liægu móti sótt börn úr Kirkjubólshverfi;
sú byggð er á sunnanverðum Garðskaga. þar fyrir
sunnan kemur Miðnes, pað er löng strandlengja allfc
suður að Stafnesi; par hefur umgangsskóli verið hafð.ur í
nokkur ár, því byggóin er svo löng frá norðri til suð-
urs, að þar geta öll börn tæplega sótt skóla. Milli
S afnéss og Reýkjaness, fyrir sunnan fjörð, sem nefnist
Ósar, er byggð allmikil, sem nefnist Hafnir; þar eru
þjettir bæir og rnargt fólk, svo vel eætu öll börn sótt
þar að skóla; þar hefur verið haldinn skóli að nafninu
til um tíma í nokkra vetur. A austanverðu Reykja-
nesi er Grindavík, þar hefur verið umgangskennsla 2
síðustu vetur. þar gætu öll börn sótt skóla.
A Miðnesi byrjaði kennsla í skóla veturinn 1884—
85, kennslutíminn var að eins 4 mánuðir. þar var
kennt á tveimur stöðum í byggðinni, sína 2 mánuði á
hvorum rtað. A Suðurnesinu söfnuðust börnin að bæ,
sem heitir Nýlenda; þar eru reisuleg húsakynni, en af
Norðurnesinu söfnuðust þau að Flankastöðum; þar er
dálítil stofa í timburhúsi, sem kennt var í; á hvorug-
um staðnum var ofn. Kennarinn við þenna skóla var
Erlendur Oddson leikmaður, sem hvergi hefur verið á
skóla og eigi notið annarar menntunar, en sem hann
hefur aflað sjer sjálfur. Kennslugreinir voru hinar lög-
boðnu, og auk þess lítið eitt í rjettritun, sein fáein
börn fengu tilsögn í. Eigi er oss kunnugt, hve mörg
börn tóku þátt í kennslu í þessum skóla þenna vetur.
Yeturinu 1885 — 86 hjelt kennsla áfram á sama hátt,
en árið 1886—87 voru tveir skólar haldnir á Nesinu,
sinn á hvorum enda byggðarinnar, svo kennslutíminn
varð 4 mánuðir á hvorum stað. Á næstliðnum vetri
fór kennslan fram á líkan liátt og áður. Kennslutím-
inn var 6 mánuðir, og kennslan fór fram 3 mánuði á