Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit
4 Trúarsannfæring og
umburðarlyndi
SigurBur Pálsson fjallar um notkun
og misnotkun hugtaksins umburBar-
lyndi þegar kemur aB trúarsann-
færingu manna.
g Bænabandið
Halldór Reynisson kynnir hvernig
bænabandiB getur hvatt og stutt
okkur í bænalífinu.
Svar af vetsíBunni Christian Answers
um þaB hvort dýrin hafi öll komist í
örkina.
1 Með Drottin
sérvið hlið
Hanna Þórey GuBmundsdóttir ræöir
viö Katrínu Asgrimsdóttur um gróBur,
trú, kristniboösáhuga og stjórnmál.
18Að veita viðnám
í tilefni þess aö 60 ár eru frá lokum
síöari heimsstyrjaldarinnar skrifar
Henning Emil Magnússon um þýska
guBfræöinginn Dietrich Bonhoeffer og
andmæli hans viB stefnu nasista.
24Vinur minn Job
Elísbet Haraldsdóttir hugleiöir lif og
þjáningu Jobs og hvaö viö getum
lært af honum.
27Umræðanum
Biblíunaog
samkynhneigð
Haraldur Jóhannsson veltir því fyrir
sér hvers vegna umræðan veröur svo
oft erfiö.
30Andaglas
Ragnar Snær Karlsson lýsir þeim
hættum sem fylgja þvi að leika sér
meö andaglas.
32Vangavýltur um
bibliuþyðmgar
Kristinn Ólason veltir fyrir sér ýmsu
sem snýr aö bibliuþýðingum, mismu-
nandi aöferöum, markmiðum þýöen-
da og fræöimennsku í þvi sambandi.
36Kjúklingar, Kristur,
ast og frimerki
Jóhanna Sesselja Erludóttir hitti Jarle
Reiersen og ræddi viö hann um trú
og ást, kjúklinga, frimerki og fleira.
42Guð er skaparinn!
Ólafur Jóhannsson fjallar um 1. grein
trúarjátningarinnar þar sem viö játum
trúna á Guö skapara.
46 Þróu na rken n i ngi n
Ragnar Gunnarsson gerir grein fyrir
deilum og umræöum um þróun og
sköpun og hvort annaö útiloki hitt.
Auk þess: Styttri greinar, frásaga,
ævintýri og Ijóö.
Utrás og siðfræði
Utrás er í tísku, hvort
sem um er að ræða
orðið sjálft eða veru-
leikann sem það lýsir.
Það er ekki svo að útrás
sé ný sem slík, en
vissulega eru hér á
landi nýir tímar. Fyrir-
tæki sækja út í heim, hvort sem um er að
ræða kaup á fyrirtækjum í Evrópu eða fót-
festu og undirbúning slíks i Asíu. Allt hljóm-
ar þetta vel, því íslendingar eru að græða.
En þar er einmitt hættan. Markaðs-
hyggjan á auðvelt með að fá yfirhöndina.
Þegar æðsta markmiðið felst í því að búa til
eins mikla peninga og hægt er verður hætta
á því að aðrar hugsjónir og önnur markmið
falli í skuggann. Maðurinn, gildi hans og
réttindi geta týnst. Allt sem ekki er pen-
ingar verður minna virði en áður. Mannslíf,
réttindi fólks og reisn mannlegs lifs eru
áhættusvið á okkar tímum. Þess vegna er
þörf á útrásarsiðfræði. En það er ekki
auðvelt að tala máli hennar þegar sveifla
samtímans er gróði, meiri gróði og enn
meiri gróði.
íslendingar fylltu heila flugvél eða svo og
héldu til Kína. Tengsl íslands og Kina eru
ekki ný og því gleðilegt að þau skuli eflast,
en aðeins ef það leiðir til góðs fyrir báða
aðila. í Kína eru ýmsir sem ekki geta talað.
Þar má hvorki segja né gera ýmislegt sem
mannréttindi tryggja að við getum sagt og
gert hér á landi. Trúlega hefði mátt nota
tækifærið betur til að benda á þá annmarka
sem eru á mannréttindum i Kína í nýafstað-
inni heimsókn. Voru hagsmunirnir veiga-
meiri en hugsjónirnar? Voru ráðamenn ekki
skammaðir af því að góðir samningar voru í
húfi?
Víða í Asíu þræla konur og börn tiu tima
á dag eða lengur. íslendingar hafa keypt og
reka fiskverkunarfyrirtæki í Kina þar sem
ungar stúlkur vinna 11 tíma á dag í 11
mánuði á ári á smánarlaunum. Trúlega eru
launin í takt við markaðinn, en nýta íslensk
fyrirtæki tækifærið og sýna gott fordæmi og
greiða betur en aðrir? Hvort ræður gróða-
von eða mannúð ferðinni? Erfélagslegra
réttinda gætt eða skipta þau ekki máli þar
sem slíkt tíðkast ekki á þeim slóðum? Útrás
til Asíu felur í sér þá áhættu að verða þátt-
takendur í nýrri markaðshyggju hnattvæð-
ingarinnar - nýrri heimsvaldastefnu sem
ekki er stýrt af pólitískum heimsveldum 20.
aldar, heldur peningavaldi og fyrirtækjum
21. aldar. Þar er þörf á útrásarsiðfræði.
Sókn íslendinga í Asíu getur verið til góðs
ef gætt er að siðfræðinni, helgi mannsins
og réttindum okkar allra. Aukið fjármagn og
atvinnutækifæri byggir upp fjárhag og
framtíð fólksins í landinu - ef réttinda þeirra
er gætt.
Sumir siðfræðingar telja okkur á að
beygja okkur fyrir nýjum tímum á sem flest-
um sviðum mannlífsins. Sú hugsun felur í
sér uppgjöf og vantrú á að unnt sé að stýra
þróun mála, hafa áhrif og vinna hugsjónum
fylgi. Markaðshyggjan má ekki valda gildis-
fellingu á mannlegu lífi, hvorki nær né fjær.
Sú útrás sem við fögnum hvað mest er
útrás fagnaðarerindsins til fjarlægra þjóða.
Slík útrás hefur verið stunduð frá íslandi i
tæpa öld. Tugir þúsunda þakka í dag fyrir
það framtak, fórnir og fúsleika sem nauð-
synlegur var svo það yrði veruleiki. Jesús
Kristur hefur með nærveru sinni getið fjölda
fólks nýtt líf. Útrás annarra hjálparstofnana
og samtaka sem bæta hag þeirra sem
minna mega sín í fjarlægum löndum hefur
farið vaxandi á liðnum árum. Það er fagn-
aðarefni. Mættum við sjá meira af slíkri
útrás. Hún er reyndar ekki vandalaus. Þar
þarf að gæta að helgi mannlegs lífs eins og
annars staðar. Forðast verður að fara í
manngreinarálit eða misnota hjálpina til að
þvinga fram ákveðna afstöðu í trúarlegu eða
pólitísku augnamiði. Þar þurfa siðfræði og
siðareglur að verða samferða eins og
annars staðar í lifinu.
Guð gaf okkur lífið. Hann er skaþarinn.
Það er meðal þess sem bent er á i þessu
tölublaði Bjarma. Skaparinn kallar til
ábyrgðar á sköpun sinni og samferðafólki
okkar. Lifum lífinu í kærleika og Ijósi Jesú
Krists.
Ragnar Gunnarsson
Bjarmi 99. árg. 2. tbl. júní 2005
Útgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson og Haraldur
Jóhannsson. Ritnefndarfulltrúar: Ragnar Schram og Hanna Þórey Guðmundsdóttir. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson.
Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, kennitala 620875 0239, reikningsnúmer
0101 26 4051, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl. Verð í
lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Ragnar Gunnarsson, Hermann Ingi Ragnarsson Gunnar J. Gunnarsson o.fl. Forsíðumynd:
Hermann Ingi Ragnarsson. Umbrot: Steinar Ragnarsson. Prentun: Prentmet.
3