Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2005, Page 4

Bjarmi - 01.06.2005, Page 4
Sigurður Pálsson í íslensku stjórnarskránni og alþjóðlegum mannréttindasáttmál- um sýnist mér þetta einkum snerta ákvæöi um trúfrelsi og ákvæöi um tjáningarfrelsi: Allir eiga rétt á aö stofna trúlélög og iöka trú sína I samræmi i/iö sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eöa fremja neitt sem er gagnstætt góöu siöferöi eöa allsherjarreglu. (63. grein Stjórnarskrár íslands.) Alir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maöur á rétt á aö láta í Ijós hugsanir sínar, en ábyrgjast veröur hann þær fyrir dómi. Ftitskoðun og aörar sam- bærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei i lög leiða. Tjáningarfrelsi má aöeins setja skoröur meö lögum í þágu alls- herjarreglu eöa öryggis ríkisins, til verndar heilsu eöa siögæöis manna eöa vegna réttinda eöa mannorös annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræöisheföum. (73. grein Stjórnarskrár íslands.) Þetta rímar við Mannréttasátt- mála Sameinuðu þjóðanna: Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. í þessu felst frjálsræöi til aö skipta um trú eöa játningu og enn fremur aö láta í Ijós trú sína eöa játningu, einir sér eða í félagi viö Umræða um umburðarlyndi hefur aukist verulega á undanförn- um árum bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum, svo er einnig hér á landi. í Bandaríkjunum hefur umræðan beinst mjög að viðhorfum þeirra sem kallaðir eru kristnir bókstafs- trúarmenn og þeir sakaðir um skort á umöurðarlyndi vegna eindreginn- ar afstöðu sinnar í trúar- og siðgæðisefnum. Víða í Evrópu og einnig hér á landi hefur umræðan fremur snúist um mikilvægi þess að sýna þeim umburðarlyndi sem flutt hafa til Evrópulanda frá öðrum menningarsvæðum og flytja með sér trúarviðhorf og menningu sem er þeim framandi sem fyrir eru. Evrópsk samfélög eru mörg hver orðin það sem kallað er fjölmenn- ingarsamfélög. Skammt er að minnast þess þegar fréttir bárust af þvi að Frakkar hefðu sett í lög bann við hvers konar trúartáknum í opin- berum skólum sem leiddi til þess að múslimskum stúlkum var meinað að bera slæður í opin- berum skólum og kristnum að bera áberandi krosstákn. Sýndist sitt hverjum um réttmæti þessarar lagasetningar og menn voru ekki á einu máli um hvort hún bæri vott um umburðarlyndi. leyti ímugust á, - venjulega íþvi skyni aö varöveita einingu félags- heildar eða stjórnmálahreyfingar eöa til aö varöveita sátt og sam- lyndi í tilteknum hópi. ’ Þessi skilgreining er almenn þótt hún sé ekki tæmandi. Hún hvetur til þess að maður hafi hemil á sér gagnvart því eða þeim sem manni geðjast ekki að í því skyni að varðveita sátt og samlyndi. Sátt og samlyndi felur ekki í sér að allir verði eins og hugsi eins. Skilgreiningin gerir ráð fyrir marg- breytileika og hvetur til að hann sé varðveittur með friði. Margbreytileiki, jafnrétti og friður verða ekki varðveitt án þess að menn temji sér umburðarlyndi. Mannréttindi, trúfrelsi, tjáningarfrelsi. Segja má að krafan um um- burðarlyndi í nútímaþjóðfélagi sé grundvölluð á mannréttinda- ákvæðum sem tryggð eru í alþjóð- legum mannréttindasáttmálum sem hafa lagagildi hér á landi og einnig í stjórnarskrám lýðræðisríkja. I þessari grein hyggst ég ekki ræða umburðarlyndi almennt, hel- dur umburðarlyndi gagnvart trú og lifsskoðunum, eða nánar tiltekið mun ég ræða um trúarsannfæringu og umburðarlyndi og hvort þetta tvennt geti farið saman. Umburðarlyndi Margar tilraunir hafa verið gerðar til að skilgreina hugtakið umburðarlyndi með tæmandi hætti en reynst það erfitt þar sem það er bæði flókið og margþætt. Til að byrja með kýs ég að tilgreina þessa skilgeiningu: Umburöarlyndi er vísvitandi sjálfstaumhald frammi fyrirþví sem manni geöjast ekki aö, er andvígur, finnst ógna sér, eða hefur aö öðru Sátt og samlyndi felur ekki í sér að allir verði eins og hugsi eins. 4

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.