Bjarmi - 01.06.2005, Page 6
í eðli sínu álitamál. En sama gildir
einnig um lífsviöhorf almennt, eins
og t.d. guðsafneitun.
Fjölmenning
íslenskt samfélag er óðum að
verða það sem kallað er fjölmenn-
ingarsamfélag. Það felur í sér að
hér sest að fólk sem flytur með sér
eigin trú og menningu sem það vill
leggja rækt við. Til þess hefur það
rétt sem þegnar I íslensku sam-
félagi. Þar með ber okkur sem fyrir
erum að sýna því umburðarlyndi
um leið og við væntum hins sama
En skortur á umburðarlyndi þarf ekki
endilega að koma fram með beinum
hætti heldur einnig og oft ekki síður
með óbeinum hætti.
af þvi. Múslimar hafa t.d. rétt til að
boða trú sína og reisa moskur, ef
þeir kjósa svo, rétt eins og við
höfum frelsi til að reisa kirkjur og
kristin samkomuhús. Við slíkar
aðstæður reynir á umburðarlyndið,
á báða bóga. Umburðarlyndi gagn-
vart aðkomnum felst ekki í því að
við sem fyrir erum hopum með
þau gildi sem okkur eru mikilvæg.
Umburðarlyndið leggur báðum þá
skyldu á herðar að læra að lifa
saman í friði. Enda þótt orðið fjöl-
menningarsamfélag sé tiltölulega
nýtt í tungunni er orðið fjölhyggju-
samfélag og það sem það stendur
fyrir ekki nýtt. í trúarefnum hefur
fjölhyggja verið staðreynd í
íslensku samfélagi lengi. Það sýnir
ekki aðeins fjöldi trúfélaga, heldur
einnig fjöldi þeirra sem aðhyllast
lífsviðhorf sem fela t.d. í sér
efahyggju og veraldarhyggju sem
afneitar öllu sem ekki er þessa
heims. Að rnínu mati hefur þessi
sannfæring, sem með vissum hætti
eru trúarlegs eðlis, meiri ítök víða i
þjóðfélaginu en t.d. kristin trúarvið-
horf, og fer því fjarri að margir
þeirra sem aðhyllast þessi viðhorf
sýni trúarviðhorfum annarra
umburðarlyndi, þótt þeir ásaki þá
iðulega um skort á umburðarlyndi
sem halda fram eindregnum trúar-
viðhorfum og kristnum siðgæðis-
viðmiðum. En skortur á umburðar-
lyndi þarf ekki endilega að koma
fram með beinum hætti heldur
einnig og oft ekki síður með óbein-
um hætti. Þöggun, það að nota
aðstöðu sína til að hindra að trúar-
leg viðhorf heyrist ekki er einnig
skortur á umburðarlyndi. Með
hvaða hætti ætli það sé gert í
íslensku þjóðfélagi?
Hvað er sannleikur?
Þótt í misríkum mæli sé, halda
ólík trúarbrögð því fram að þau hafi
í sér fólginn sannleikann um Guð.
Þannig er það sannfæring kristinna
manna að Jesús Kristur hafi birt
manninum sannleikann um Guð, -
hafi í raun verið sannleikurinn um
Guð, eða með öðrum orðum Guð í
heiminn kominn. Það er reyndar
grundvöllur kristinnar trúar. Önnur
trúarbrögð halda öðru fram af
sama sannfæringarkrafti. Er það
skortur á umburðarlyndi að halda
því fram að það sem eigin
trúarsannfæring byggist á sé rétt en
aðrir séu á villigötum? Ég tel svo
ekki vera. Ég er frjáls skoðana
minna og frjáls að því að tjá þær.
En það eru þeir einnig sem hafa
aðra trúarsannfæringu. Enda þótt
ég hafni eindregið eða hafi jafnvel
skömm á viðhorfum annarra, hvort
sem er I trúarefnum eða á öðrum
sviðum, felur það ekki i sér fyrirlitn-
ingu á þeim einstaklingum sem
hafa tiltekið viðhorf. Þeir eru menn
með sömu réttindi og ég. Þannig er
fyrir öðrum. Umburðarlyndinu er
ekki ætlað að þagga niður í mönn-
um heldur er því ætlað að tryggja
frjálsa tjáningu sannfæringar.
Samkvæmt þvi býður umburðar-
lyndið upp á átök, þ e. að tekist sé
á um það sem mönnum finnst
skipta máli, hvort sem er fyrir þá
sjálfa eða á vettvangi þjóðmálanna.
Með átökum á ég að sjálfsögðu
ekki við að menn hafi leyfi til að
berja hverjir á öðrum.
Svokölluð afstæðishyggja, sem
fer vaxandi á Vesturlöndum og er
nú um stundir gjarnan kennd við
postmodernisma, hefur tilhneigingu
til að gera lítið úr ágreiningi um lífs-
gildi með því að halda fram því
viðhorfi að allt sé jafngilt, ekkert sé
í sjálfu sér öðru betra þegar um
lífsviðhorf og gildismat er að ræða.
Menn geti haft sitt fyrir sig ef þeir
láta aðra í friði fyrir því. Þeir sem
telja allt jafngilt skreyta sig gjarnan
með umburðarlyndi. En að mínu
mati þurfa þeir ekki að hafa fyrir
því að vera umburðarlyndir ef þeir
eru sannfærðir um að allt sé jafngilt
og ekkert öðru betra. Þá er þeim
sama um hvað er hvað. Það er ekki
umburðarlyndi heldur afstöðuleysi.
Að standa á sama er ekki umburð-
arlyndi.
Menningarátök
Viða tala menn í vaxandi mæli
um menningarátök. Með því er átt
Þá er þeim sama um hvað er hvað. Það er ekki
umburðarlyndi heldur afstöðuleysi. Að standa á
sama er ekki umburðarlyndi.
mikilvægt í átökum um viðhorf að
sýna andstæðingum ekki lltilsvirð-
ingu sem manneskjum. Það felur
m.a. í sér það sem áður er sagt að
fara rétt með og andmæla heiðar-
lega því sem manni er ekki að
skapi.
Umburöarlyndi
býður upp á átök
Að þessu sögðu vil ég staðhæfa
að trúarsannfæring og umburðar-
lyndi fari vel saman. Umburðar-
lyndið tryggir öllum rétt til að hafa
sannfæringu og tjá hana.
Umburðarlyndið krefst virðingar
við átök á milli ólíkra viðhorfa sem
líkleg eru til að móta viðkomandi
samfélag, bæði í nútíð og framtíð.
Bandarískur heimspekingur, T. M.
Scanlon, hefur m.a. ritað um þetta
efni í bók sinni The Difficulty of
Tolerance. Hann segir m.a. í
upphafi 10. kafla bókar sinnar, að
hann sé í hópi þeirra sem trúar-
brögð skipta engu máli og þar af
leiðandi sé umburðarlyndi á því
sviði ekki vandamál fyrir honum.
En síðar í sama kafla segir hann,
eftir að hafa rætt ítarlega um trúar-
brögð og umburðarlyndi:
6