Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2005, Page 11

Bjarmi - 01.06.2005, Page 11
notað er í 1 .Mósebók. Hann færir rök fyrir þvi að Nói hafi aðeins þurft að taka með sér um 2.000 dýr þó örkin hafi vel getað rúmað 16.000 dýr. En e.t.v. er raunhæft að gera ráð fyrir útdauðum dýrum í örkinni. Einnig má hækka töluna nokkuð til að koma til móts við efasemda- menn. Segjum sem svo að um 50.000 dýr hafi verið um borð, eða mun fieiri en nauðsynlegt var, og að dýrin hafi ekki endilega öll verið fullvaxin. Hafa ber í huga að aðeins örfáar dýrategundir eru mjög stórar, s.s. risaeðlan og fíllinn og að Nói hefur ekki endilega þurft að taka með sér fullvaxin dýr, e.t.v. hefur hann tekið ung dýr. Gerum ráð fyrir að meðalstærð dýranna um borð hafi verið á við stærð kind og að 240 kindur komist inn í einn lestarvagn með millilofti. Þá geta 69 vagnar borið 50.000 dýr. Svo margir vagnar myndu aðeins taka 37% rúmmáls arkarinnar. Þá er eftir nóg pláss fyrir 361 lestarvagn fyrir vistir og farangur auk fjölskyldu Nóa. Því má Ijóst vera að nóg pláss var í örkinni. Eftir stendur þó stóra spurningin um smíði arkarinnar. í ritningunni segir að Nói hafi smíðað örkina undir leiðsögn Guðs og fastlega má gera ráð íyrir að hann hafi fengið aðstoðarmenn með sér í verkið. Hvernig var dýrunum safnaö saman? Margir hafa bent á hve örðugt það hlýtur að hafa verið að safna saman svo mörgum dýrum í örk- ina. Biblían gefur hins vegartil kynna að Guð hafi safnað dýrunum saman og leitt þau í örkina, tvö og tvö saman. Sumir vilja meina að flökkueðli dýranna hafi átt hér hlut að máli. Þá er það vitað að flest dýr skynja yfirvofandi hættu og fara á öruggari stað. Hvernig gat fjölskylda Nóa annast öll þessi dýr? Sumir segja að þegar um borð hafi verið komið hafi erfiðleikar Nóa fyrst byrjað. Aðeins 8 manns voru um borð til að gefa dýrunum mat og vatn, sjá þeim fyrir fersku lofti og hreinlæti í 371 dag. Vísindamenn hafa hinsvegar bent á að mörg dýrin hafi lagst í einskonar dvala en þvi hefur verið haldið fram að nærri allar dýrategundir búi yfir a.m.k. einhverskonar getu til að leggjast í dvala. E.t.v. hefur þessi geta dýranna aukist á yfirnáttúru- legan hátt á meðan þau voru i örkinni. Hafi líkamsstarfsemi þeirra verið í lágmarki hafa þau þurft mun minni umönnun en ella. Að lokum Þegar allar staðreyndir málsins hafa verið teknar með í reikninginn má Ijóst vera að frásögn Bibliunnar af Nóaflóðinu verður ekki hrakin með vísindalegum hætti. Stað- reyndirnar sýna að örkin hans Nóa hefur verið nógu stór til að rúma öll þau dýr sem þurfti til að koma í veg fyrir að dýrategundir dæju út í flóðinu. Þær sýna einnig að Nói og fjölskylda hans hafa getað annast öll dýrin. Flóðið fór yfir jörðina til að refsa ibúum hennar fyrir syndir þeirra. Guð eyddi heiminum vegna illsku mannanna. Þegar við skoðum nátt- úruna og hvernig hún ber vitni um flóðið sjáum við merki þess að Guð dæmir syndara. Við sjáum líka að Guð mun bjarga þeim sem trúa á hann. Guð hefur lofað að eyða jörðinni aldrei aftur með flóði en hann mun hins vegar dæma heiminn. Jesús Kristur kom í heiminn til að deyja fyrir okkar syndir og endurnýja samband mannsins við Guð og því þurfum við ekkert að óttast. Nói hvatti samtímamenn sína til að treysta á Guð. Þeir tóku ekki mark á honum og dyr arkarinnar lokuðust. Nú biður Jesús okkur um að treysta á Guð. Ætlar þú að verða við beiðni hans og verða hólpinn? Þitt er valið. Þýtt af www.christiananswers.net/RS 11

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.