Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 12

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 12
Viðtal við Katrínu flsgrímsdóttur, kristni- boðskonu, varaþingmann og garðyrkjubónda. Austur á landi býr kona að nafni Katrín Ásgrímsdóttir. Hún er garðyrkjubóndi og rekur ásamt manni sínum, Gísla Guðmundssyni, gróðrarstöðina Sólskóga á Héraði. Þau hafa rekið stöðina í 16 ár og byrjuðu smátt. Gísli var einn fyrstu árin meðan Katrín vann hjá Skógrækt ríkisins til ársins 1996. En fyrirtækið hefur vaxið með árunum og í vetur voru þau sex í vinnu og verða um það bil 20 í sumar. Þau rækta aðallega skógar- plöntur fyrir Héraðsskóga og Norðurlandsskóga er einnig eru þau með tré, runna og ýmiss konar blóm, bæði sumarblóm og fjölær blóm, auk þess að reka skrúð- garðaþjónustu. Þau eiga þrjá stráka, Ásgrim sem er 15 ára, Guðmund sem er 12 ára og yngstur er Kolbeinn sem er 3 ára. Katrín kemur frá Hornafirði og foreldrar hennar hétu Ásgrímur Halldórsson og Guðrún Ingólfs- dóttir. Þau eru fimm systkinin, elstur er Ingólfur sem er skipstjóri á Hornafirði, næstur er Halldór sem er forsætisráðherra, svo eru það systurnar Anna Guðný bókari hjá ferð umgekkst ég náið í fyrsta sinn, fólk sem er lifandi trúar, þá opnuð- ust augu mín og ég sá hvað trúin hefur hjálpað mikið þar. Það tók mig nokkur ár að hætta að berjast á móti, þangað til ég virkilega trúði og upplifði bænheyrslu og nálægð heilags anda. / kjölfariö var stofnaö kristniboðs- félag á Héraði, hvernig barþað að? Það var nú ekki alveg strax sem kristniboðsfélagið var stofnað enda er það ekki nema 2 ára. Þetta er í þessari ferö umgekkst ég náiö í fyrsta sinn, fólk sem er lifandi trúar, þá opnuðust augu mín og ég sá hvað trúin hefur hjálpað mikið þar. Samskipum í Reykjavík og Elín, leikskólastjóri í Reykjavik en Katrín er yngst. Katrín hefur á siðustu árum verið virk í kristniboðsfélagi á Héraði og hvatamaður þess að miklu leyti og viða komið við. Þess vegna þótti Bjarma forvitnilegt að fá að kynnast henni nánar og veita lesendum blaðsins innsýn i lif hennar og hugsjónir. Hvernig komstu til trúar? Það urðu ákveðin kaflaskil þegar ég fór til Pókotshéraðs í Kenýu árið 1999. Það vildi þannig til að ég fór í þessa ferð þar sem Gísli, maðurinn minn, var í sóknar- nefnd i Vallanessókn og það bárust sóknarnefnd upplýsingar um þessa ferð og við sýndum henni áhuga og prófastdæmið styrkti okkur til farar- innar. Þetta var 2 vikna ferð og við vorum átta sem fórum saman og var Kjartan Jónsson kristniboði leiðsögumaður ferðarinnar. Það var upphafið af ákveðnu ferli sem hefur leitt mig til lifandi trúar. í þessari ekki mjög formlegt félag, meiri svona hópur. Við höfum ekki haft formlega stjórn en ég hef verið í forsvari fyrir hópinn og átti frum- kvæði að stofnun hans. Við erum 20 sem erum skráð í félagið en það mæta á bilinu 8-14 á mánaðar- lega fundi. Þetta er fólk sem kemur af Héraði og erá öllum aldri. Aðdragandi stofnunar félagsins er ferðin til Kenýu. Ég er alin upp i trú og mér voru kenndar bænir en trúin var ekki lifandi fyrr en eftir ferðina. Ég fann að ég var alltaf að fá skila- boð en ég sinnti þeim ekki. Mér fannst það ekki vera mitt hlutverk að vinna að kristniboði og kristni- boðsstarfi en Guð gafst ekki upp og á endanum sá ég að ég gat ekki barist á móti þessu. Ég hélt að það væri ekki áhugi á stofnun slíks félags á svæðinu en síðar kom í Ijós að áhuginn var töluverður. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og við fengið góðar heimsóknir, bæði frá fólki sem vinnur hjá Kristniboðssambandinu eða tengist 12

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.