Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 16

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 16
Einu sinni var valdamikil drottning. í garðinum hennar óx fjöldi dásamlegra blóma, sem blómstruðu hvert á sínum tíma, blóm sem safnað hafði verið saman frá öllum heimsins hornum. Hrifnust var hún af rósunum og í garðinum átti hún margartegundir rósa, allt frá villirunnanum með eplalyktinni og grænu blöðunum til hinnar mjög svo fallegu Poverence-rósar. Þær uxu upp eftir veggjum hallarinnar og gluggastöfum, vöfðu sér um súlur, teygðu sig inn í ganginn, undir þakið og inn í alla sali hallarinnar. Og allar höfðu rósirnar mis- munandi angan, lögun og lit. En inni i höllinni réði sorg og grátur því dottning var veik og læknarnir sögðu að hún myndi deyja. „Aðeins eitt meðal er til sem getur bjargað henni!" sagði sá vitrasti í þeirra hópi. „Sækið fallegustu rós heimsins og sem geymir mynd æðsta og hreinasta kærleika sem til er. Komi hún fyrir augu hennar áður en þau bresta mun hún ekki deyja.“ Fólk flykktist að úr öllum áttum, ungt og gamalt, með rósir, fallegustu rósirnar úr görðum sínum, en fallegasta rós I heimi var ekki á meðal þeirra. Hana varð að sækja í blómagarð kærleikans. En hver þeirra rósa sem þar óx var eftirmynd hins æðsta og hreinasta kærleika? Skáldin komu og sungu um fegurstu rós heimsins. Hver og einn söng um sína rós. Og boðin gengu um landið þvert og endilangt til sérhvers hjarta sem sló af kærleika, til fólks í hverri stétt og stöðu og á öllum aldri. „Enn sem komið er hefur enginn nefnt blómið!" sagði hinn vitri. „Enginn hefur bent á staðinn þar sem það hefur breitt úr sér í allri sinni dýrð. Hvorki er það rós úr kistu Rómeo og Júlíu, né rós af gröf Valborgar, þó svo að þær rósir muni ávallt lykta í sögum og ævintýrum. Ekki er það rós sem skýst fram úr blóðugum brynjum Winkelrieds eða frá heilögu blóði sem renn- ur úr brjósti hetjunnar sem fórnar sér fyrir föðurlandið, en samt er enginn dauðdagi eins fagur og ekkert blóð rauðara en það blóð sem þá er úthellt. Ekki er það heldur töfrandi rós vísindanna sem maðurinn hefur ræktað um langan aldur svefnlausra nátta og sem hann fórnar heilsu og lífi fyrir í ein- manalegri rannsóknarstofu sinni." „Ég veit hvar hún blómstrar," sagði hamingjusöm móðir. Hún kom að beði drottningarinnar með litla barnið sitt. „Ég veit hvar yndislegasta rósin er, sú sem er eftirmynd hins æðsta og tærasta kærleika. Hún blómstrar á rauðum kinnum barnsins míns, þegar það opnar augun eftir nærandi svefninn og brosirtil mín af öllum sínum kærleika." „Víst er hún falleg, en til er önnur rós enn fallegri!" sagði hinn vitri. „Satt að segja mun fallegri!" sagði ein kvennanna. „Ekki er til dásamlegri eða göfugri rós - en hún er hvít eins og blöð terósarinnar. Ég sá hana á kinn drottningar. Hún hafði lagt frá sér konungleg klæði sín og gekk sorgmædd fram og aftur með veikt barnið sitt nótt sem nýtan dag. Hún kyssti það, grét yfir því og bað til Guðs, eins og móðir gerir á stund neyðarinnar.“ „Hin hvíta rós sorgarinnar hefur heilagan og stórkostlegan mátt en er samt sem áður ekki hin fegursta." „Nei, ég sá fallegustu rósina frammi fyrir altari Drottins," sagði gamli biskupinn. Ég sá hana lýsa eins og um ásjónu engils væri að ræða. Ungu stúlkurnar endurnýjuðu skírnarsáttmála sinn og rósirnar spruttu fram og fölnuðu á kinnum þeirra. Ein þeirra leit frá hreinleika og kærleika sálar sinnar upp til Guðs og augu hennar tjáðu tærasta og æðsta kærleika sem til er.“ „Blessuð sé hún,“ sagði hinn vitri. „En enginn hefur enn nefnt fegurstu rós veraldar." Þá kom lítill sonur drottningar inn í sto- funa. Tárin runnu niður kinnar hans og í hendi sér hélt hann á stórri opinni bók sem innbundin var í flauel með silfurspennum. „Mamma,“ sagði sá stutti," — „hlus- taðu á það sem ég las!“ Hann settist við rúmið og las um hann sem gaf líf sitt á krossinum til að frelsa mennina, jafnvel ófæddar og ókomnar kynslóðir manna. „Meiri kærleikur er ekki til.“ Roðinn hljóp fram í kinnar drottningar og augu henar urðu stór og skýr. Því að af blöðum bókarinnar sá hún hina fallegustu rós lyfta sér, endurskin þeirrar rósar sem spratt fram af blóði Krists á krossinum. „Ég sé hana!“ sagði hún. Aldrei munu þau deyja sem sjá þá rós, hina fegurstu á jörðu. Þýðing: Ragnar Gunnarsson 16

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.