Bjarmi - 01.06.2005, Page 19
Frá Þýskalandi
stríðsáranna.
Nasistar smala
Gyðingum í bfla sem
fluttu þá i tangabúðir.
áherslur. Hann var búinn að fá
heimboð til Gandhi og einnig boð
um að slást í för með honum um
Indland. Það varð reyndar aldrei úr
þeirri ferð.
Hugmyndir Bonhoeffers um að
veita viðnám gegn nasismanum
þróuðust nokkuð með timanum.
Þegar hann er að hugleiða ferðina
til Gandhi er hann enn friðarsinni
og telur það vænlegt til árangurs að
beita mótstöðu til ofbeldis. Hug-
myndir hans áttu eftir að breytast
þegar nasistar beittu meiri hörku og
aðgerðir þeirra gegn Gyðingum
urðu meira afgerandi. Þá hóf hann
að hugleiða hvort mótstaða án
ofbeldis væri í raun árangursrík.
Bonhoeffer valdi frekar að snúa
aftur til heimalands síns þar sem
nasistar höfðu með aðgerðum
sínum þrengt enn frekar að játning-
artrúum með því að loka skóla fyrir
presta þeirra. Því ákváð Játningar-
kirkjan að koma á fót nýjum
prestaskóla á eigin forsendum og
buðu Bonhoeffer að móta starf
hans og veita honum forstöðu.
Hann þáði það boð en þó ekki án
þess að heyja innri baráttu. Hann
ritaði vini sínum, Erwin Sutz, bréf
þess efnis að hann hefði ekki trú á
háskólum og hefði ekki haft um
nokkurt skeið. Það hefur oft verið
haft á orði að guðfræðingurinn og
presturinn hafi tekist á í Bonhoeffer
og hugsanlega var viðhorf hans til
háskólakennslu mótað af þeim
væringum. Honum fannst mikilvægt
að þjálfun nýrra presta færi fram I
skóla sem væri meira í ætt við
klaustur, þar sem tilbeiðsla, hin
sanna kenning og fjallræðan væru í
brennidepli. En að lokum þáði hann
stöðuna en fékk frest fram til vors
1935 þvi hann vildi kynna sér starf
annarra prestaskóla á Englandi.
mikið upp úr helgihaldi í
prestaskólanum og lét nemendur
sína hugleiða Guðs orð á hverjum
morgni. Wolf-Dieter Zimmermann,
einn af nemendum hans, segir í
bókinni „/ knew Dietrich
Bonhoeffer“ frá dvölinni í
Finkenwalde. Bonhoeffer krafðist
mikils sjálfsaga af nemendum
Hugmyndir hans áttu eftir að breytast
þegar nasistar beittu meiri hörku og
aðgerðir þeirra gegn Gyðingum urðu
meira afgerandi.
Prestaskólinn í Finkenwalde var
starfræktur þar til honum var lokað
af Gestapo I september 1937.
Niemöller var handtekinn um svip-
að leyti og aðgerðir hertar gegn
Játningarkirkjunni og þýskum full-
trúum var meinað að sækja
samkirkjulega ráðstefnu í Oxford
sama ár. Það má segja að
Bonhoeffer hafi á vissan hátt bland-
að saman straumum úr kaþólskri
hefð við hefðir mótmælenda í
þrestaskólanum. Bonhoeffer lagði
sínum og þeim brá mikið við að
þurfa að lesa ritningargrein í
algjörri einbeitningu og kyrrð á
hverjum morgni. Þeim þótti þetta
vera í anda hreintrúarstefnu og
það var mjög vafasamt í augum
þessara ungu guðfræðinema.
Bonhoeffer lagði mikið upp úr því
að þeir mættu ekki nota skýringarrit
eða orðalykla við þennan lestur og
þeir áttu ekki að nota timann til að
19