Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2005, Qupperneq 23

Bjarmi - 01.06.2005, Qupperneq 23
Síðasta kveðjan Stundum fengu fangarnir að skrifa bréf heim til að kveðja. Sumum, sem ekki hafði verið leyft það, tókst að smygla þeim út fyrir veggi fangelsins og til ættingjanna. Hér eru brot úr nokkrum bréfum sem send voru heim: „Ég sendi ykkur síðustu kveðju. Já, það er það sem sé ætlun Jesú að taka mig heim til sín. Ég ætla að þakka ykkur innilega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig þessi ár. Mest af öllu þakka ég fyrir það að þið hafið alið mig og alla heima upp i trúnni á Jesú Krist. Ég hef þakkað Guði fyrir að ég átti grundvöll til að byggja á og hef fengið tóm til að hugsa um lífið og öðlast sannan skilningá því. Þið getið ímyndað ykkur að það er erfitt að skrifa. Það er svo margt sem mig myndi langa til að segja ykkur. En þið skuluð lesa í Nýja testa- mentinu. Það langar mig mest af öllu til að segja.“ „Já, þú getur reitt þig á það, að ég hef hugsað mikið og það ekki einungis í dag heldur ávallt upp á síðkastið. Ég hef fundið fyrirgefningu syndanna, það er ég alveg viss um. Nú finnst mér ekki eins erfitt að deyja og þið gætuð haldið. Við erum sem betur fer allir rólegir." „Þú mátt ekki halda að mér finnist erfitt að eiga að deyja. Þér finnst það ef til vill ótrúlegt en stundum finnst mér það blátt áfram vera dásamlegt að mega deyja. Hugsaðu þér að eiga að fá að mæta Jesú! Ég hef svo margt sem ég þarf að spyrja um, ýmislegt sem ég skil ekki í lifenda lifi. Það er svo gott að finna að Guð gefur manni styrk þessar siðustu stundir sem maður á ólifað." sinn sem hann talaði við norskan prest. Að vísu hafði hann haft korn- ungan prest úr Nasjonal Forsamling (nasistaflokknum) en það var auðséð að hann taldi hann ekki með. Þegar ég sagði honum að sá ungi maður hefði ekki neina guð- fræðimenntun varð hann forviða. „Svo slæmt hefur það aldrei verið í Þýskalandi. Það má segja að það hafi verið lélegustu prestarnir sem gengu í flokkinn, en guðfræði- menntun höfðu þeir þó.“ Hann fór að segja mér ítarlega frá þvi sem gagntók hugi okkar beggja meira en annað: Um hádegisbilið daginn áður hafði verið hringt til hans úr herréttinum og hann beðinn um að vera viðstaddur staðfestingu og framkvæmd dauða- dóms yfirtveim Norðmönnum. Hann hafði reynt að skirskota til norska prestsins við fangelsið en árangurslaust. í þetta skipti átti aðeins þýskur prestur að vera við- staddur. Klukkan ellefu um kvöldið mætti hann í fangelsið og þá var dauða- dómur piltanna staðfestur. Þeir tóku þvi báðir rólega og báru sig vel enda þótt þeir hefðu verið rifnir upp úr fasta svefni. Þeir héldust í hend- ur og hann giskaði á að þeir hefðu verið að hughreysta hvor annan, en norsku skildi hann ekki. Með aðstoð túlks hafði hann útskýrt fyrir þeim helstu atriði skrifta- og kvöldmáltiðarsiðanna og þeir höfðu hlýtt á með lotningu. Þeir báðu skriftamálsbænirnar, hann lýsti yfir þeim fyrirgefningu syndanna og því næst gengu þeir til altaris. Þeir fengu að skrifa bréf heim til sín eins og venja var og það gerðu þeir mjög fallega. Allt sem hann talaði við þá fór fram með aðstoð túlks svo samtal- ið var stirt. Að síðustu höfðu þeir drengirnir sjálfir lesið niðurlagið af 8. kafla Rómverjabréfsins og síðasta versið úr sálminum „Ó, höfuð dreyra drifið." Lát Kristur kærleiksríkur ei kulna trú hjá mér en loks er ævi iýkur mig iát þú deyja’ íþér, Klukkan eitt um nóttina var haldið af stað til aítökustaðarins sem var dálítinn spöl frá. Þar fór allt fram jafnrólega og virðulega og í fangelsinu. Dómurinn og staðfest- ing hans var lesinn upp fyrir þeim enn einu sinni. Presturinn gekk fram og las á norsku í fyrsta skipti á ævi sinni ritningarvers sem hann hefur haft mikið fyrir að læra: „Drottinn varðveiti inngang þinn og útgang, héðan í frá og að eilífu." Frá Akershus, Osló í Noregi. Erling snýr sér að Ragnari og segir: „Við hittumst á himnil'1 Svo er öllu lokið. Þýski presturinn stendur kyrr og kastar rekunum á gröfina. Túlkurinn sem verið hafði viðstaddur alla nóttina fer að gráta: „Ég skil ekki hvernig þú getur þetta!" segir hann. Presturinn svarar rólega: „Ég er kristinn." Maður skildi prestinn vel þegar hann endaði frásögu sína með þessum orðum: „Guð gefi að mitt andlát verði sem þeirra!" Þegar stríðinu var lokið fannst gröf þeirra í Trandum-skóginum. Þeir lágu hlið við hlið, hvor í sinni kistu. 23

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.