Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 29
sem segja að Jesús hafi verið
sannur Guð en afneita mennsku
hans fara með hættulegan hálf-
sannleika. Þeir sem segja að hann
hafi verið sannur maður en afneita
guðlegu eðli hans eru einnig villu-
kennendur. Sama gildir um
Biblíuna. Hún er að vísu ekki guð-
leg á sama hátt og Jesús Kristur,
en það er hættulegur hálfsannleikur
að halda því fram að hún sé
eingöngu Guðs orð eða eingöngu
manna orð.
Þessi síðastnefndi biblíuskiln-
ingur leiðirtil þess að við nálgumst
Biblíuna á tvenns konar hátt. Vegna
þess að hún er manna orð nálg-
umst við hana eins og hverja aðra
bók, rannsökum textann og sögu-
lega umgjörð hans til að fá eins
nákvæman skilning og unnt er.
Vegna þess að hún er Guðs orð
lesum við hana öðruvísi en allar
aðrar bækur. Við hljótum að beygja
okkur undir orð Guðs, ekki setja
okkur yfir það. Við höfum enga
heimild til að vinsa úr, sleppa því
sem okkur finnst óþægilegt.
Aðferðin og útkoman
Eðlisfræðikennarinn minn í
menntaskóla hafði tvær reglur
þegar hann fór yfir próf. Sú fyrri
var þessi: Það skiptir engu máli
hvaða útkomu þið fáið, aðalatriðið
er að nota rétta aðferð. Hin seinni
var: Það skiptir engu máli hvaða
aðferð þið notið, aðalatriðið er að
fá rétta útkomu.
Hér er málið ekki alveg svona
einfalt. Þegar við veltum fyrir okkur
hvað Biblían segir um samkyn-
hneigð og hvernig kirkjan á að taka
á þeim málum þurfum við bæði að
nota rétta aðferð og fá rétta
niðurstöðu. Við verðum að beygja
okkur undir kennivald Biblíunnar,
rannsaka hana á eins heiðarlegan
hátt og okkur er unnt og biðja um
leiðsögn heilags anda. Við þurfum
að átta okkur á tilfinningum okkar,
fyrirfram gefnum hugmyndum og
öðru því sem getur ruglað okkur I
riminu. Guðs orð verður að útskýra
þannig að lykill þekkingarinnar
verði ekki burtu tekinn.
Höfundur er sérfræðingur
i taugalækningum
Hljóð í kirkju
Einn af leiðtogunum í sunnu-
dagaskólanum spurði börnin í hóp-
num þegar þau voru á leiðinni inn í
messu: „Af hverju er það mikilvægt
að hafa hljóð inni í kirkjunni?" Ein
lítil og snjöll I hópnum sagði: „Af
þvi það eru svo margir sofandi í
messunni!"
Heimspekin
og Guð
Nemandi í heimspekinámskeiði í
háskólanum var í einum tíma þar
sem var verið að ræða um tilvist
Guðs og hvort hann væri til eða
ekki. Prófessorinn sem var með
fyrirlesturinn kom með eftirfarandi
röksemdafærslu:
„Hefur einhver hér inni heyrt i
Guði?“ Enginn svaraði.
„Hefur einhver hér inni snert
Guð?“ Enginn svaraði.
„Hefur einhver hér inni séð
Guð? „Þegar enginn svaraði þess-
ari röksemdafærslu þá sagði
prófessorinn: „Þá er Guð ekki til!“
Áðurnefndur nemandi var nú
ekkert allt of hress með framvindu
þessarar umræðu þannig að hann
bað um leyfi til að fá að tala.
Prófessorinn gaf honum leyfi og þá
stóð nemandinn upp og lagði fram
eftirfarandi röksemdafærslu:
„Hefur einhver hér inni heyrt I
heilanum I prófessornum?11 Enginn
svaraði.
„Hefur einhver hér inni snert
heilann í prófessornum?" Enginn
svaraði.
„Hefur einhver hér inni séð
heilann í prófessornum?" Þegar
enginn svaraði þá sagði nemand-
inn: „Út frá þessari röksemdafærslu
hjá prófessornum, þá má ætla að
prófessorinn hafi engan heila!"
Það er skemmst frá því að
segja að þessi nemandi útskrifaðist
með hæstu einkunn úr þessum
áfanga.
Bréfið til prestsins
Umdeildur prestur í kauptúni úti
á landi fékk bréf í pósti einn morg-
uninn. Þegar presturinn hafði opn-
að umslagið kom í Ijós lítill
bréfmiði inni í umslaginu sem stóð
á einungis eitt orð og það var
orðið: „ASNI!“
Sunnudaginn næsta var prest-
urinn með prédikun í messu og
sagði: „Ég þekki marga sem hafa
lent í því að skrifa bréf og gleyma
að setja nafnið sitt undir bréfin.
Hins vegar lenti ég í því í fyrsta
sinn núna í vikunni að ég fékk bréf
frá aðila sem einungis skrifaði
nafnið sitt undir en gleymdi að
skrifa bréfið!"
Jólagjöfin
Jóel litli var alveg að farast úr
spenningi. Hann langaði svo mikið
í blátt reiðhjól í jólagjöf.
Vinir hans freistuðu þess að
skrifa stutt bréf handa einhverjum
jólasveinanna og setja í skóinn
áður en þeirfæru í rúmið. Jóel
ákvað hins vegar að fara skrefinu
lengra í bréfaskrifum sínum.
„Kæri Jesús," skrifaði hann. „Ef
ég fæ blátt hjól í jólagjöf, þá lofa ég
þvi að hætta að slást við Margréti
stóru systur i heilt ár.“ Þá hugsaði
Jóel litli með sér að Margrét væri
svo mikill prakkari að það væri
ómögulegt að taka ekki á henni í
heilt ár. Jóel henti þvi þessu bréfi
og byrjaði að nýju:
„Kæri Jesús, ef ég fæ blátt hjól í
jólagjöf, þá mun ég borða allt
grænmeti sem ég fæ í heilt ár.“ Þá
hugsaði Jóel með sér að hann
þyrfti þá að borða spínat, blómkál
og aspas og honum hugnaðist það
ekkert sérstaklega og sá fram á
það að hann gæti ekki efnt það
loforð.
Skyndilega fékk Jóel hugmynd.
Hann fór niður i stóru stofuna
heima hjá sér. Hann tók stóru og
fallegu styttuna af Maríu mey niður
af arinhillunni, fór með hana inn í
eldhús, pakkaði henni inn i dag-
blaðapappír og tróð henni ofan í
plastpoka. Síðan fór hann með
pokann upp í herbergi til sín,
opnaði fataskápinn hjá sér og setti
pokann lengst inn i skáp þannig að
hann sæist ekki.
Síðan lokaði hann skáphurðinni,
tók nýtt blað og byrjaði að skrifa:
„Kæri Jesús, ef þú vilt sjá móður
þína einhvern tímann aftur...“
29