Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 32

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 32
M Kristinn Ólason Nokkrar vangaveltur í tilefni nýrrar biblíuþýðingar „Segðu mér hvað þér finnst um þýðingar og ég skal segja þér hver þú ert.“' Þessa setningu má finna i bók eftir þýska heimspekinginn og túlkunarfræðinginn Martin Heidegger. Setningin gefurtil kynna mikilvægi þýðinga fyrir mannlífið. Heimspekingurinn er reiðubúinn að Ijúka upp eðli einstaklingsins á grundvelli þess sem hann hefur að segja um þýðingar. í þýðingum felst viðleitni mannsins til að brúa bilið á milli ólíkra menningarheima, tengja saman það sem tími og rúm skilja að. íslendingar þekkja mikil- vægi þýðinga harla vel, því þeir þekkja hindranir tungumálaörðug- leika betur en margar aðrar þjóðir. Meðal annars af þeim sökum gegna þýðingar miklu hlutverki fyrir sjálfstæði og velferð þjóðarinnar. Biblíuþýðingar og túlkunarhefð Saga og áhrif heilagrar ritningar eru samofin þeim fjölmörgu túlku- narvandamálum sem snerta biblíu- þýðingar. í þessu felst að Biblían verður ekki slitin úr samhengi þeirr- ar túlkunarhefðar sem mótar þýð- ingarstarfið. Guðfræðingar og skáld, heimspekingar, bókmennta- fræðingar og aðrir málspekingar hafa í gegnum tíðina lagt sig fram um að skilgreina möguleika og tak- markanir þýðingarstarfsins. Óhætt er að fullyrða að kenningar þessara hóþa séu jafnfjölbreyttar og hóp- arnir sjálfir. Nú er farið að kenna þýðingarfræði sem sjálfstæða grein innan bókmenntafræðinnar. Langflestar biblíuþýðingar sem út hafa komið í heiminum byggjast á kristnum boðunarsjónarmiðum. Ritningunni er ætlað að hafa áhrif á lesendur sína, breyta þeim og knýja þá til að taka afstöðu til Guðs i guðvana heimi. Visindalegar þýð- ingar byggjast á allt öðrum for- sendum. Þeim er ætlað að endur- spegla þá umfangsmiklu þekkingu sem bibliuvisindin búa yfir. Á það jafnt við um tungumálið (málvís- indi), fornar bókmenntir og bók- menntategundir (bókmenntafræði), hefðir og sögu (trúarbragðasaga) og gamla heiminn almennt (forn- leifafræði). Ofttakast þessi óliku sjónarmið á - boðun eða fræði - sem búa að baki ólíkum þýðingar- forsendum. Þýski heimspekingur- inn og guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher fjallaði meðal annars um þetta atriði i fyrirlestri 24. júní 1813: „Annaðhvort lætur þýðandinn höfundinn í friði og leggur sig fram um að færa lesan- dann til hans; eða hann lætur les- andann í friði og færir höfundinn til hans. Þessir eru svo ólíkir hvor öðrum, að nauðsynlegt er að halda hvorum frá öðrum eins og mögulegt er, en hvers konar miðlun þeirra á milli hlýtur að leiða til V'eqav jcfúo vav tólf dva qamall, fcru bam Sorcíðrar upp til j[crúfalcmr cptír nOoenju þatíöar * fcagfine; cn cr Iþctr fcagar i'óru Itöníiv og fóru þcímkíöie, vari> barníö Jefúe cptív i Jcvúfaícm, en bane forcíörav vifeu fiaö cdi, og mcíntu aí> \)ann Vxvi f)\á felfíapnum^ t>óru fx>o fomin cína ^acrfcrö/ og leítufcu fyam mcbal frarní>a og c ...fc... 1. ..... ».-12« w,tii r-Mi óleyfilegrar niðurstöðu. Tryggja þarf að höfundur og lesandi fari ávallt á mis."* Segja má að tekist sé á um þessi atriði allt fram á þennan dag. Ny biblíuþýðing hlýtur því aö brjóta upp rót- grónar hefðir sem margir skilgreina sem miölægan þátt lífsgöngunnar Gagnryni á biblíuþýðingar En hvaðan sprettur gagnrýnin á bibliuþýðingar almennt? Við fyrstu sýn virðist nokkuð algengt að gerðar séu athugasemdir við ein- staka ritningarstaði eða kafla Biblíunnar. Slik gagnrýni byggist yfirleitt á persónulegum skoðunum á afmörkuðum textum eða texta- einingum ritningarinnar sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir viðkomandi lesendur. Þetta á enginn erfitt með að skilja. Segja má að hver kynslóð alist upp við tiltekna biblíuþýðingu. Fólk lærir ákveðna texta úr ritning- unni og kann þá jafnvel alla ævi. Ný biblíuþýðing hlýtur því að brjóta upp rótgrónar hefðir sem margir skiigreina sem miðlægan þátt lífs- göngunnar. Þess vegna hefur heim- spekingurinn sennilega talsverttil síns máls: „Segðu mér hvað þér finnst um þýðingar og ég skal segja þér hver þú ert.“ Mat og markmið Mat á bibliuþýðingum ætti fyrst og fremst að mótast af markmiði viðkomandi þýðingar. Þetta á einnig við um nýju biblíuþýðinguna sem nú er á lokastigi. Af þeim sökum er skynsamlegt að rifja upp erindis- bréf þýðingarnefndarinnar þar sem áhersla er lögð á „að þýðingin sé á * * 32

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.