Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2005, Page 35

Bjarmi - 01.06.2005, Page 35
Hvað finnst þeim um nýju þýðinguna? Bjarmi lagði spurningar fyrir þau Báru Friðriksdóttur prest og Snorra Óskarsson forstöðumann um nýju þýðinguna. Bára Friðriksdóttir: 1. Hefur þú kynnt þér nýju þýðinguna ? Já. 2. Hverjir eru veikleikar hennar og styrkleikar að þinu mati? Styrkleiki þýðingarinnar er hvernig þýðandanum hefur tekist að brjóta langar og óþjálar setningar upp í smærri setningar með lipru og aðgengilegu máli. Merking textans verður oft auðskiljanlegri. Til mikilla bóta er að dregið er úr karlmiðlægu málfari og notað þess í stað mál beggja kynja. Sú vinna er aðeins hálfunnin í tilraunaþýðin- gunni og verður að samræma til enda svo að mál beggja kynja verði ekki að veikleika. 3. Hvernig heldur þú að viðtökur þýðingar- innar verði? Það verða margir með og margir á móti, en ég vona að þau sem finna til undan karlmiðlægu máli fái að fagna. Snorri Óskarsson: Ég hef lesið með hléum nýju þýðingar- tillöguna að Nt. og hef borið saman fram- setningu textans og aðrar þýðingar. Mér virðist menn reyna að færa þýðingarnar til betri vegar og nær daglegu máli þjóðar- innar. Ég vil hrósa mörgu í orðavali nýrrar þýðingar þar sem „gagnsæ orð“ skila mér sem lesanda hugsun Guðs og boðum fagnaðarerindisins á gleggri hátt. Takið „sinnaskiptum" er frábært innlegg í nýju þýðinguna t.d. (Post.2:38) og eins má nefna „mælistiku þessa heirns" (FSóm.12:2) enda eru þetta auðskilin og gegnsæ orð. En nauðsyn er að fara hægt í allar breytingar þar sem illskiljanleg orð (eða gömul orð) þarf að endurvekja svo málið tapist ekki eða rýrni. Að láta undan samtímanum er frá minum bæjardyrum séð afar slæm mistök eða afleikur. Orðið á að vera salt, tvíeggjað sverð og til leiðréttingar, áminningar og huggunar. Breyta má textanum ef það er ekki á kostnað hugsunarinnar sem frum- textinn flytur og hann gegnir sínu hlutverki. Mérfinnstt.d. að athöfnin sem við köll- um „skirn“ þyrfti að vera nefnd öðru nafni. Orðið skírn í íslensku máli hefur verið notað yfir nafngjöf nema hjá örfáum. Baptismo hefur auðvitað mikið meiri og dýpri merkingu en nafngjafarformið. Að breyta bræðrum í systkini finnst mér ekki aðkallandi mál. Færum við svona með texta Halldórs Laxness til að ná fram jafnréttissjónarmiði? Okkur ber að virða skrifara og boðbera textans. Aftur á móti finnst mér gott mál að láta gömlu fleirtöluna (vér, þér) lönd og leið þó svo að hún tilheyri hnignandi þætti íslenskrar tungu. Mér er líka til efs að bót sé að því þegar vers sem eru á hraðbergi hjá þorra þjóðarinnar og prédikarar varpa fram, fá „andlitslyftingu". Eins og : „Komið til mín...“ (Matt 11:28) eða „Ég ervegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Þessi kunnu vers eru sem Ijóð í bundnu máli. Merkingin er Ijós og málsbætur eru rýrar við að breyta þeim.. En mín mesta undrun tengist tillögunni að breytingunum á lastalista postulans. Þar erum við komnir út í kviksyndi ef þessi atriði fara að riðlast. Ég trúi því að þó svo menn teljist í dag fordómafullir og/eða þröngsýnir þegar þeir halda fram 1 .Kor.6:9 þá muni tíminn leiða í Ijós að framsetning Biblíunnar á þessum atriðum styðst við mjög sterk rök. Korintubréfið var ekki ritað til Gyðinga heldur heiðingja sem voru komnir (ógöngur syndarinnar. Lífsmátinn ( Korintu var augljós kirkjunni og ekki um að villast að ávöxtur synda reyndist ferlegur. Hið forna samfélag bar glögg merki um það að þeir sem voru komnir út í kynvillu, samlíf samkynhneigðra eða hvaða nafni menn vilja nefna þssa iðju, voru í „veg- leysu.“ Mérfinnst einnig eðlilegt að þýðendur átti sig á því að ef það telst synd að hafa samlíf við skækju þá er annars konar kynlíf utan hjónabands einnig synd, sbr. orð Jesú í Matt. 19:4-6. Auðvitað skiptir engu máli fyrir þann sem ekki les hvernig farið er með textann en fyrir þann sem les og treystir því að menn hafi verið knúnir heilögum anda þegar Orðið var ritað, þeim er ekki sama um Biblíuna, hún er lífæð Guðs í huga okkar og hjarta. Snorri í Betel i M. Heidegger. 1984. Gesamtausgabe, 53. bindi, 2. hluti: Vorlesungen 1923-1944. Frankfurt am Main, bls. 76. ii F.D.E. Schleiermacher. 1838. Úber die verschiedenen Methoden des Ubersetzens. 24. Juni 1813, í: sami, Friedrich Schleiermachers sammtlicher Werke. Dritte Abtheilung: Zur Philosophie, 2. bindi: Dr. Friedrich Schleiermachers philosophis- che und vermischte Schriften. Berlin, bls. 218. iii Sbr. Biblíurit 1.1993: Formáli. Fyrri Konungabók, Síöari Konungabók, Rutarbók, Esterarbók, Jónas. Reykjavík, bls. 10. iv Sbr. S.ð. Steingrimsson. 1990. Úr hebresku á íslenzku. Nokkrir punktar, sem snerta þýöingu Gamla testamentisins, í: G.A. Jónsson (ritstj.), Biblíuþýöingar i sögu og samtíð: Ritröð Guðfræðistofnunar 4. Reykjavík, bls. 133-143. Þessi grein gefur gott yfirlit yfir þá textavinnu sem þýðandi Gamla testamentisins byggir á. v Sbr. Biblíurit 8. 2002: 2. Mósebók, 4. Mósebók, Jesaja, Hósea. Reykjavík, bls. 54. vi Sbr. W. Gross. 2001. Pragmatische und syntaktische Gesichtspunkte des Hebráischen und deutscher Ubersetzungen. Beispiele aus der alttestamentlichen Poesie, í: sami (ritstj.), Bibelubersetzung heute - geschichtliche Entwicklungen und aktuelle Anforderungen. Stuttgarter Symposion 2000, Stuttgart 2001, bls. 167-207. vii Þessi orðaröð fylgir nákvæmlega hebreska textanum. Tilvitnunin í Sl 2.7 er úr nýju þýðingunni. Sbr. Biblíurit 9. 2003: Sálmarnir. Reykjavík, bls. 12. viii E.A. Nida / J. de Waard. 1986. From One Language to Another. Functional Equivalence in Bible translating. Nashville, Camden og New York, bls. 40. Heimssamband biblíufélaganna (UBS) hefur sett fram sambærilega flokkun. í stað náinnar sambærile- grar þýingar tala þeir um lítúrgískar biblíuþýðingar og sérstaka þýðingu handa börnum. ix Þessi flokkur er í samræmi við hugmyndir Lúthers um eðli biblíuþýðinga. Hann skrifaði: „Sá sem vill tala þýsku verður ekki að nota hebreskuna, heldur gæta þess, að ef hann skilur Hebrea, þá nái hann tökum á merkingunni og spyrji sjálfan sig: Hvernig myndi Þjóðverji tala i slíkum kringumstæðum? Þegar hann hefur fundið þýsku orðin, sem eiga við, getur hann yfirgefið hebreskuna og komið merkingunni til skila á þeirri bestu þýsku, sem hann kann." Sbr. M. Lúther. 1912. Summarien uber die Psalmen und Ursachen des Dolmetschens. 1531-1533, i D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe, 38. bindi. Weimar, bls. 1-69 (hér bls. 11). x H. Salevsky. 2001. Úbersetzungstyp, Úbersetzungstheorie und Bewertung von Bibelubersetzungen (Ein Beitrag aus uberset- zungstheoretischer Sicht), í: W. Gross (ritstj.), Bibelubersetzung heute - geschichtliche Entwicklungen und aktuelle Anforderungen. Stuttgarter Symposion 2000, Stuttgart 2001, bls. 119-150. 35

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.