Bjarmi - 01.06.2005, Qupperneq 39
frímerki nú en áður. í öðru lagi sé
hann búinn að koma sér upp
beinum samböndum við safnara
þannig að það er enginn milliliðar-
kostnaður. Hann segir þó lykilatriði
að ef varan er ekki söluvæn og
sýnileg, þá gerist ekki neitt. Það sé
því nauðsynlegt að klippa, flokka
og gera efnið söluhæft. Hver króna
sem kemur inn i kristniboðsstarfið
er vel þegin og hver fórnfús
hjálparhönd sömuleiðis. Jarle
Reiersen er því mikilvægur starfs-
maður i íslenska kristniboðinu.
Hann segist þó ekki hafa fengið
almennilegan áhuga á kristniboði
fyrr en árið 1989 þegar hann heim-
sótti góða kunningja í Kenýu.
Breyttur maður
„Ég hafði alltaf litið allt horn-
auga sem heitir kristniboðsstarf og
kristniboðsfólk. Ég veit ekki hvort
ég má segja það en mér fannst
þetta alltaf vera svo fínt og fallegt
að það væri ekki hægt fyrir mig að
komast upp á sama stall og þetta
fólk, með geislabauga og þess
háttar. Þegar ég fór til Kenýu
1989 sá ég hvað kristniboðið
skiþtir miklu máli. Það eru
margir sem segja að þegar
þú ert einu sinni búinn að fara
til Afríku, þá ertu breytt man-
neskja á eftir og það tek ég
alveg undir.“
Frímerkjasöfnunin er þó ekki
það eina sem Jarle hefur unnið í
þágu kristniboðs því síðustu
árin sem hann var í mennta-
skóla í Noregi var hann í
hópi sem var kallaður
„kristen russ“.
„Russ eru allir þeir /
sem eru að
útskrifast úr
menntaskóla
þannig að
við stofnuðum félag sem var með
öðruvísi áherslur. Þá vorum við
með sem aðalmarkmið að safna
peningum fyrir kristniboðsverkefni
á Indlandi. Auðvitað hef ég alltaf
verið að heyra af kristniboði og
kristniboðsstarfi í tímans rás en
það hefur alltaf farið bara inn um
annað eyrað og út um hitt. Maður
hefur ekki meðtekið það. Það er
þetta sem var svo mikilvægt þegar
ég fór og skoðaði kristniboðs-
akurinn sjálfur og sá með eigin
augum að það var öðruvísi en það
sem ég hafði áður heyrt. Það er
kannski þetta sem er svo mikilvægt
þegar maður fór og skoðaði þetta
sjálfur að þetta væri öðruvísi. Það
er ekki hægt að lýsa því.“
Akademískt korter,
íslenskur hálftími
Áður en ég kvaddi þennan nýja
kunningja minn á Keldum sagði
Þegar ég fór til Kenýu 1989 sá ég hvað
kristniboðið skiptir miklu máli. Það eru
margir sem segja að þegar þú ert einu
sinni búinn að fara til Afríku, þá ertu
breytt manneskja á eftir og það tek ég
alveg undir.“
hann mér stutta sögu:
„Þegar ég var búinn að vera
hérna á íslandi í eitt ár var dagblað
sem vildi taka viðtal við mig af því
að ég er útlendingur. Ég veitti við-
talið í gegnum síma en svo ætlaði
Ijósmyndari að koma og taka mynd
af mér. Við ákváðum tímann sem
hann átti að koma heim til min og
ég sagði meðal annars í þessu
símaviðtali að það væri eitt sem
mér fyndist einkenna íslendinga,
það væri óstundvísi. Oftast væri
maður að tala um akademískt kort-
er og íslenskan hálftíma ofan á
það. Þessi Ijósmyndari kom svo
nákvæmlega 45 mínútum of seint
að taka myndina. Þá hló ég.“
Ég átti þetta fyllilega skilið og
kvaddi Jarle rjóð í kinnum og
skömmustuleg en þakklát fyrir að
hafa fengið að ræða við þennan
mann sem hefur breytt landslaginu
í baráttu íslendinga við smit í kjúkl-
ingum og sinnir fórnfúsu starfi fyrir
kristniboðið.
Viömælandi Jarle er
meistaranemi í blaða- og
fréttamennsku og meö
BA-próf í sálarfræðum.
jse2@hi.is
39