Bjarmi - 01.06.2005, Side 42
Ólafur Jóhannsson
Guð er skaparinn!
Trúarjátningar kirkjunnar frá
fyrstu öldum kristni í heiminum
vitna um trú á heilaga þrenningu
- Guö sem er faðir, sonur og
Heilagur andi.
Þessar trúarjátningar eru settar
fram til að afmarka hvað kristin trú
felur í sér og jafnframt hvað hún
felur ekki i sér.
Jesús Kristur starfaði í gyðing-
legu samfélagi. Þar ríkti eingyðistrú
og kristnin byggir ofan á þá trú. Að
skilningi hinna kristnu hafa fyrirheit
og spádómar gyðingdómsins
(Gamla testamentisins) ræst í Jesú.
Hann kom ekki til þess að afnema
GT, heldur uppfylla það (Matt. 5:17).
Af þessu leiðir að greinar trúar-
játningarinnar um Jesúm Krist og
Heilagan anda eru séreign krist-
innar kirkju en greinin um ska-
parann er í samræmi við sköpun-
artrú gyðingdómsins.
Á þessum tíma, löngu fyrir daga
prentlistar, var þess gætt að viðhafa
ekki óþarfar málalengingar. Hvert
orð er dýrt og mikilvægt.
Við höldum okkur við þekktustu
játninguna, Postullegu trúarjátning-
una. Frá fornu fari er hún skírnar-
játning kirkjunnar og núorðið iðu-
lega notuð sem messujátning í
stað Níkeujátningarinnar.
í Postullegu trúarjátningunni er
ein grein um hverja persónu Guðs.
Fyrsta greinin er stutt:
„Ég trúi á Guð föður almáttugan
skapara himins og jarðar."
Þessi grein er styttri en hinar
greinar trúarjátningarinnar af því að
hér þarf minnst að útskýra.
Um er að ræða eingyðistrú, á
skapara. Þar með er hafnað allri
Dimmugljúfur viö
Kárahnjúka.
fjölgyðistrú og algyðistrú. Guð er
einn og hann er persónulegur en
ekki allt i öllu, ekki samofinn
sköpunarverkinu.
Ég
Oftast er farið með trúarjátning-
una af hópi fólks og í samfélagi.
Hún er lofgjörð kirkjunnar til Drott-
ins. Samt vitnar hún um persónu-
lega trú einstaklinga. Við trúum ekki
sem hópur heldur einstaklingar,
iðkum trúna i samfélagi en hún býr
i hjörtum okkar.
Þegar við segjum „ég“ í upphafi
trúarjátningarinnar merkir það að
trú einstaklingsins er trú kirkjunnar.
Kirkjan er samfélag einstaklinga og
trú hennar er ekki önnur en trú ein-
staklinganna sem mynda kirkjuna.
Trúi á
Kristin trú felst ekki i því að
samsinna trúaratriðum. Hægt er að
komast að þeirri niðurstöðu að til
sé Guð án þess að það leiði til
trúar á hann. Orðalagið „trúi á“
merkir ekki það eitt að aðhyllast
tilvist Guðs.
Að trúa á felur í sér að reiða sig
á, treysta og fela sig á vald þeim
sem trúin beinist að.
Guð
Kristin trú er traust til Guðs sem
er faðir, sonur og Heilagur andi.
í þeim þremur persónum Guðs er
einn vilji, einn hugur. Að hann er
Guð felur í sér að hann er okkur
æðri og óskiljanlegur. Við getum
ekki skilið Guð, skilgreint hann eða
sett honum mörk. Hann er utan
þess sviðs sem er á færi okkar.
Hann er ekki þundinn af tak-
mörkunum tima og rúms eins og
sköpun hans, heimurinn, við. Á
Guð er ekki óljós æðri máttur
heldur persónulegur. Hann er ekki
hluti af heiminum en þó alls staðar
nálægur i veröldinni.
Trú á Guð felur í sér að játa
fremur en skilja, þiggja frekar en
útskýra, gangast undir en ekki setja
sig yfir.
42