Bjarmi - 01.06.2005, Qupperneq 44
Askja og Öskjuvatn.
sköpun heimsins. Svo hófst ný vika
og hvað þá? Guð hélt áfram að
skapa og er enn að skapa. Sköpun
hans er sístæð. Við sjáum hann að
verki í mótun lands og umhverfis, í
veðrun og umbrotum í náttúrunni, í
hverju nýju lífi sem kviknar.
Okkur er falið það mikilvæga
hlutverk að vera samverkamenn
Guðs i hinu sístæða sköpunarferli.
Sköpun Guðs — ábyrgð okkar
Það er stórkostlegt að horfa
upp í stjörnubjartan himin og
44
hugsa til smæðar okkar í alheimin-
um. Hvert mannsbarn er eitt sex
milljarða slíkra sem nú lifa á jörð-
inni. Hún er ein reikistjarnanna í
sólkerfi okkar sem er á einni vetrar-
braut af óteljandi, óendanlega smá
í óravíddum alheimsins.
Það er einnig stórkostlegt að sjá
ófætt barn í ómskoðun; sjá vísi að
limum og liffærum sem eiga eftir
að mótast og þroskast eftir gefinni
forskrift erfðanna.
8. Davíðssálmur sameinar lotn-
inguna gagnvart stórkostlegri sköp-
un Guðs og ábyrgðina sem felst I
því að vera maður, sjá v. 6nn. Þá
ábyrgð berum við gagnvart Guði.
Þannig berum við ábyrgð á
umhverfi okkar. Mannkyninu var
falið að gera jörðina sér undirgefna.
Hættan er sú að við gerum hana
óbyggilega með mengun, rányrkju
og öðrum umhverfisspjöllum. Hér
þarf ætlð að þræða hinn gullna
meðalveg - að nýta án þess að
ofnýta, að vita að umhverfið
endurnýjar sig ef ekki er gengið of
nærri því. Engin ein kynslóð hefur
leyfi til að eyðileggja varanlega
auðlindir eða umhverfi.
Við berum ábyrgð á öllu Iffi,
fæddu og ófæddu. Allt fólk er hluti
af sköpun Guðs, skapað í mynd
hans. Öllum ber virðing og við
eigum að standa vörð um líf þeirra
sem síst geta svarað fyrir sig en
jafnframt stuðla að því að bæta hag
og lífskjör hinna verr settu. Ein
fyrsta spurning Biblíunnar er spurn-
ing Kains: „Á ég að gæta bróður
míns?“ (I. Mós. 4:9b) en það sem
eftir er Biblíunnar er þeirri spurn-
ingu margoft svarað játandi og
bróðir í þeim skilningi er hver sá
sem á okkar færi er að liðsinna.
Við berum ábyrgð á eigin lífi og
heilsu. Okkur er gefinn einn likami
sem á að endast og duga. Það er
líka trúarjátning í verki að fara vel
með sjálfan sig, rækta heilsuna,
andlega og líkamlega, og stuðla að
góðri endingu.
Allt þetta felst í trúnni á Guð
föður, almáttugan skapara himins
og jarðar. Guð hefur gefið okkur
lífið. Við þökkum þá gjöf best með
því að helga honum líf okkar, taka
mark á vilja hans, kappkosta að lifa
eftir orðum trúarjátningarinnar.
Höfundur er sóknarprestur I
Grensáskirkju í Reykjavík.
sroljoh@bakkar.is