Bjarmi - 01.06.2005, Page 46
Ragnar Gunnarsson
Sífellt deilt um
þróunarkenninguna
Ágreiningur um kenningu
Víða um heim, en einkum þó í
hinu svokallaða biblíubelti I Banda-
ríkjunum, eru aðrir valkostir en
þróunarkenning Darwins að sækja í
sig veðrið. Meðal annars velta
menn þvi fyrir sér hvort sú kenning
að vitsmunavera standi á bak við
sköpun heimsins eigi að hafa jafnt
vægi og þróunarkenningin i náms-
efni opinberra skóla.
Þróunarkenningin leggur áherslu á
að dýrategundirnar hafi þróast með
svonefndu náttúruvali og að menn-
irnir eigi sama forföður og apar.
„Hönnunarsinnar" halda því fram
að vitsmunavera, æðri máttur, hljóti
að hafa hannað og ákveðið hvernig
tilveran skyldi verða. Ýmislegt í
náttúrunni verði ekki skýrt fyllilega
með náttúrulögmálum og tilviljun
einni saman. Engu að síður halda
þeir því fram að þetta feli ekki í sér
trú á einn eða neinn og því séu þeir
ekki sjálfkrafa sköþunarsinnar.
Andstæðingar þeirra telja þó að
aðeins sé um að ræða nýtt nafn
yfir sköpunarkenningu sem ekki
teljist sönnuð vísindalega og verið
sé að koma sköpunarhugsuninni
inn í kennslubækur á forsendum
vísinda en þróunarkenningin byggir
á umfangsmiklum rannsóknum á
mörgum sviðum.
Deilur þessar hafa náð til Dan-
merkur þar sem Peter Langborg
Wejse, við líffræðistofnun háskól-
ans i Árósum, heldur því fram að
kenninguna um hönnun heimsins
megi nota vísindalega. Hann telur
að rannsóknir á rafsegulbylgjum í
geimnum geti fært okkur nær þvi
sem hönnunarsinnar halda fram.
Menntamálaráðherra Hollands,
Maria van der Hoeven, olli uppnámi
í liðnum mánuði þegar haft var eftir
henni að hún ætlaði að efna til
rökræðna stuðningsmanna þróun-
arkenningarinnar Darwins og þeirra
sem aðhyllast sköpunarsögu
Biblíunnar.
„Við verðum að átta okkur á því
að þróunarkenningin er ekki altæk
og að við höfum uppgötvað ýmis-
legt nýtt,“ sagði hún í viðtali. Van
der Hoeven sagðist ekki stefna að
því að sköpunarsagan um tilurð
lífsins á jörðinni verði kennd í
hollenskum skólum, en sagðist
ætla, síðar á árinu, að efna til
rökræðna um málið í Ijósi umræðna
sem verið hafa í Bandarikjunum.
Nýjar bækur
i fyrra komu út tvær bækur í
Bandarikjunum sem báðarfengu
verðlaun timaritsins Christianity
Today. Önnur er The Case For A
Creator eftir Lee Strobel, en hann
heldur því fram að vísindin hafi
rænt hann trúnni á námsárunum,
en nú telji hann vísindin benda til
þess að heimurinn eigi sér vits-
munalegan hönnuð frekar en hitt,
en þróunarkenningin standi ekki
eins föstum fótum og hann hélt
áður.
Hin bókin er The Design Revolu-
tion: Answering the Toughest
Questions About Intelligent Design.
Bókin er á svipuðum nótum og hin
og svarar 60 spurningum sem
höfundurinn, William. A Dembski,
hefur þurft að svara í fyrirlestrum
sínum.
Þróun þróunarkenningarinnar
Á timum Darwins var þróunar-
kenningin sett fram til að útskýra
fjölbreytni líffræðinnar. Á þeim tíma
var kenningin lítið meira og kristið
fólk átti ekki i miklum erfiðleikum
með að samþykkja hana sem slíka.
í Bandaríkjunum var bók Darwins,
Uppruni tegundanna, gefin út af
prófessor í náttúrusögu, Asa Gray,
sem var yfirlýstur fylgjandi Jesú
Krists. Hann áleit að Guð stæði að
baki þróuninni til að framkvæma
vilja sinn með sköpunina. Fleiri
bibliufastir guðfræðingar áttu ekki í
vandræðum með að fylgja bæði
Darwin og Biblíunni. Breski sagn-
fræðingurinn James Moore skrifar
að flestir leiðandi kristnir hugsuðir
á Bretalandi og í Bandaríkjunum á
þeim tíma hafi verið sæmilega
sáttir við Darwin og þróunarkenn-
inguna.
Denis R. Alexander, ritstjóri
Science & Christian Belief, leitar
svara við spurningunni: Úr því
margt kristið fólk, ekki sist kristnir
4
i
46