Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 3
Sauðfjárræktarfélögin 1973- 1974
Eftir Svein Hallgrimsson.
1. Fjárræktarfélög, sem tekin voru til uppgjörs fyrir
starfsárið 1973—1974, voru 90 eða einu fleiri en árið
1972—1973. Yfirlit um niðurstöður úr skýrslum félag-
anna er í töflu 1. Fimm félög hafa bæzt í hóp starfandi
félaga: Sf. Kári, Akrahreppi, og Sf. Óslandshlíðar,
Hofshreppi, Skagafirði, Sf. Akur, Akureyri, Sf. Geit-
hellnahrepps, S.-Múl., og Sf. Landmanna, Rang. Fjögur
félög, sem sendu skýrslur árið 1972—1973, sendu
ekki skýrslur fyrir þetta starfsár. Þau eru: Sf. Smári,
Mýrahreppi, V.-ís., Sf. Hólmavíkur, Strandasýslu, Sf.
Þverárhrepps, V.-Hún., og Sf. Breiðdæla, S.-Múl., en
þessi félög sendu öll skýrslur og nutu framlags fyrir
árið 1972—1973.
Félagsmenn eru nú aðeins fleiri en síðasla starfsár
eða um 760 á 736 búum. Skýrslufærðar ær eru nú
70.721 eða 10 þúsund fleiri en árið 1972—73. 298 ær
farast frá hausti til vors. Þessar ær eru ekki teknar
mcð við útreikning á afurðum eftir á. Yfirlit um slarf-
semi félaganna er gefið í töflu 1.
II. Þungi ánna. Upplýsingar voru um þunga 33.644 áa
haust og vor, eða rúmlega 4 þúsund fleiri en starfsárið
1972—1973. Meðalþungi í okt. reyndist 60.8 kg eða 0.1
kg meiri en haustið áður. Þyngstar voru ær í V.-Húna-
vatnssýslu 65,2 kg og í Norður-Þingeyjarsýslu 63,6 kg,
en léttastar í A.-Barðastrandarsýslu 53,8 kg og í N.-
Múlasýslu 55,2 kg. í einstökum félögum voru ær
þyngstar í Sl'. Gaulverjabæjarhrepps, Árn., 67,7 kg,
35