Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 124
664
BÚNAÐARKIT
lands, Dropi N212, undan Lind 42 í Réttarholti. Eitt
naut í einkaeign var sýnt, Lundur 69014 á Höfða II
frá Skjaldarvíkurbúinu, Glæsibæjarhreppi, sjá töflu
III. Máni, seni var í einkaeiga á Höfða II og nokkrar
I. verðlauna kýr þar voru undan, var frá Sólvangi í
Hálsbreppi undan Randa. Mest brjóstummál af sýnd-
uni kúin hafði Linda 53, Munksdóttir í Ártúni, 200 cni.
Ilúnaðarsamband Suður-Pingeyinga.
Sýningar á sainbandssvæðinu l'óru frani 17.—23. ágúst
auk þcss seni Jóhannes Eiríksson beimsótti kúabú á
Tjörnesi 24. ágúst og skoðaði kýr án þess, að þær væru
formlega sýndar eða dómstigi notaður. Alls voru sýnd-
ar á svæðinu 458 kýr frá 123 Lúum i 7 félögum. Á
sýningunum í Háishreppi 1969 og aanars staðar á
svæðinu 1968 böfðu verið sýndar aðeins 249 kýr frá
83 búum, svo að þátttaka var nú til muna meiri.
Eftir verðlaunum flokkuðust kýrnar þannig, að 372
eða 81,2% fengu I. verðlaun, 42 eða 9,2% II., 34 eða
7,4% III. og 10 eða 2,2% engin. Innbyrðis flokkuðust
I. verðlauna kýrnar þannig, að 43 hlutu I. verðlaun af
1. gráðu, 93 af 2., 126 af 3. og 110 af 4. gr.
Nautanotkun bafði verið með ýmsum hætti næsta
áratuginn fyrir sýninguna og kýrnar því undan mörg-
um nautum. Sums staðar voru notuð félagsnaut, en
beimanaut þö ekki óalgeng. Sæðingar höfðu lengi
verið framkvæmdar að sumarlagi í nokkrum sveitum.
Var skipt við Sæðingarstöðina á Lundi við Akureyri.
Um skeið var sæðisflutningur bannaður þaðan vegna
bringskyrfis i Eyjafirði, og var þá gripið til )>ess að
fá sæði frá Laugardælum. Auk þingeysku og eyfirzku
nautanna voru þannig notuð sunnlenzk naut á tíma-
liili. Af þessuni sökum eru kýrfeðurnir margir, svo