Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 125
NAUTGIUPASYNINGAH
665
sem áður er sagt, en nokkrir eru þó helztir, aðallega
félagsnaut.
Verður nú greint frá sýningunum í hinuin ýmsu
lelögum til samræmis við það, sem skráð var hér að
framan um sýningar í Eyjafirði.
Nf. Hálshrepps. Þrjú ár voru liðin frá sýningu. Voru
sýndar 45 kýr frá 13 biium. Hlutu 43 þeirra I. verð-
laun og hinar 2 II. verðlaun. Fyrstu verðlauna kýrn-
ar fiokkuðust þannig í gráður, að (i hlutu 1. gr., (5 2.,
12 3., og 19 4. gr. Frá einu búi, Sólvangi, hlutu 13
kýr I. verðlaun, en aðeins 3 bú hlutu fleiri og tvö
önnur jal'nmargar kýr í I. verðlaun á öllu Norður-
landi, svo sem fram hefur komið hér á undan. Efst
af I. verðlauna kúnum var Stjarna 19, Sólvangi, dóttir
Randa N52 frá Bringu í Öngulsstaðahreppi, en hann
var Sjólasonur, sem lengi var notaður i félaginu og
reyndist mjög vel. Voru 13 I. verðlauna kúnna undan
honum og 8 undan Nökkva N155, Fylkissyni frá Rauðu-
vík á Áskógsströnd, sem einnig reyndist vel. Fjórar
voru undan Glæði N173 Randasyni frá Skógum, en
Glæðir var sunnlenzkur i móðurætt.
Bf. Ljósvetninga. Sýndar voru 85 kýr frá 2(i búum,
en 1908 voru sýnendur aðeins 10 og 41 kýr sýnd. Af
sýndum kúm nú hlaut 71 1. verðlaun, 10 II., 1 III. og
3 engin. Innbyrðis flokkuðust I. verðlauna kýrnar
þannig, að 0 hlutu þá viðurkenningu af 1. gráðu, 22
af 2., 20 af 3. og 23 af 4. gr. Flestar I. verðlauna kýr
voru frá Hriflu, 9, frá Kvíabóli 8, Fljótsbakka 7, Ár-
túni 0 og 5 frá Hálsi og Nípá.
El'st af I. verðlauna kúnum var Dimma (i, Heiðar-
hraut, undan Adam. Fimmtán af I. verðlauna kúnum
voru undan Sóma N148, sem mjólkurlagnar kýr komu
undan, en felldur var frá I. verðlaunum á sínum tíma
vegna áberandi júgurgalla á dætrum hans. Átta af