Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 126
666
BÚNAÐAKRIT
I. verðlauna kúnum voru undan Brandi N152, Fylkis-
syni frá Búfjárræktarstöðinni á Lundi við Akureyri.
Hæsta einkunn fyrir byggingu hlaut Stjarna 17,
Fremsta-Felli 85,5 stig.
Bf. Bárðdæla. Sýndar voru 39 kýr frá 13 búum, en
á næstu sýningu áður 20 kýr frá 9 búum. Hlutu 29
kýr I. verðlaun, 5 II., 4 III. og 1 engin. Innbyrðis
flokkuðust I. verðlauna kýrnar þannig, að 1 hlaut þá
viðurkenningu af 1. gráðu, 6 af 2., 13 af 3. og 9 af 4.
gr. Flestar I. verðlauna kýrnar voru frá Sólvöllum, 6,
og 5 frá Bjarnastöðum. Efst af I. verðlauna kúnum
var Kolbrá 7 á Stóruvöllum, Þeladóttir. Fjórar af I.
verðlauna kúnum voru undan Draupni N174, Dreyra-
syni frá Reykjahlíð í Skútustaðahreppi.
Nf. Skútusiaðahrepps. Sýndar voru 53 kýr frá 24
sýnendum, og voru það mun fleiri gripir en á næstu
sýningu áður. Af kúnum hlutu 45 I. verðlaun og 8 II.
verðlaun. Innbyrðis flokkuðust I. verðlauna kýrnar
þannig, að 3 hlutu þá viðurkenningu af 1. gráðu, 21
af 2., 8 af 3. og 13 af 4. gr. Fleslar I. verðlauna kýr
voru sýndar frá félagsbúinu í Baldursheimi og frá
Gautlöndum (B. J.), 5 frá hvoru búi. Efsl af I. verð-
launa kúnum var Skjalda 25, Vogum I, Dreyradóttir.
Af I. verðlauna kúnum voru 18 undan Dreyra N139
og 7 undan Rauð N131, en þessi naut voru lengi not-
uð í Mývatnssveit og afkvæmasýning á þeim haldin
þar á sínum tima. Þá voru 4 I. verðlauna kýr undan
Lenna, sem var sonur Dreyra og Dúfu 8 Sigurðar
Þórissonar á Grænavatni, en hún var undan Fylki
N88 á Sæðingarstöðinni á Lundi við Akureyri.
Bf. Reijkdæla. Sýndar voru 84 kýr frá 20 búum,
sem er mikil aukning á gripafjölda frá 1968, þegar
46 kýr frá 16 búum voru sýndar. Hlaut 71 kýr I.
verðlaun, 5 II., 7 III. og 1 engin, en 1968 fengu 32
kýr I. verðlaun. Innbyrðis skiptust I. verðlaunin þann-