Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 178
718
BÚNAÐARRIT
Flokkuðust I. verðlauna kýrnar þannig, að 2 lilutu
viðurkenningu af 1. gráðu, 5 af 2., 10 af 3. og 30 af
4. gráðu.
í Austur-Húnavatnssýslu hefur félagsstarfsemin
verið í lágmarki mörg undanfarin ár og áhugi á naut-
griparækt og skýrsluhaldi lítill. Þó er ljóst eftir þessar
sýningar, hvilíkur hvalreki Búfjárræktarstöðin á
Blönduósi liefur verið fyrir nautgriparæktina í sýsl-
unni, því að áberandi er, hve dætur ýmissa nauta,
sem notuð voru á stöðinni, standa miklu framar að
gæðum en aðrar kýr. Þetta á sérstaklega við um
dætur tveggja Suður-Þingeyskra nauta sem fengin
voru á stöðina, en það eru Vogur 63016 og Hamar
61015.
Vestan Blöndu hefur starfsemi verið öllu meiri og
kýrnar afurðameiri að meðaltali. Þar voru skýrslu-
haldnar 26, en 12 á svæðinu asutan Blöndu. Þó er
sýnt, að áhugi og skilningur á milcilvægi kynbóta-
starfsins er að glæðast og þátttaka í skýrsluhaldinu,
sem er undirstaðan í ræktunarstarfinu, eykst jafnt og
þétt. Vestan Blöndu voru skoðaðar 69 kýr hjá 24 eig-
endum í 4 hreppum og hlutu 34 I. verðlaun. / Sveins
staðahreppi sýndu 7 eigendur 14 lcýr og hlutu 10 I.
verðlaun. Þar eru til margar álitlegar kýr, en nokkuð
ber á slakri júgur- og spenagerð. Flestar I. verðlauna
kýrnar voru á Litlu-Giljá eða 4. Stigaliæsta kýrin var
Brúnka 31, Hnausum, en hún hlaut 88,5 stig. Efst
af I. verðlauna kúnum var Rósmary 52, Litlu-Giljá,
en hún er dóttir Kappa 68008. Þá vakti athygli Snælda
18, Þingeyrum, dóttir Vogs, en hún hlaut 86,0 stig.
/ Áshreppi hefur áhugi á lcúabúskap ekki verið mikill.
Bygging kúnna er ekki góð og er mikið um gallaða
júgurgerð svo sem pokalaga, afturþung júgur. 4 kýr
hlutu I. verðlaun og voru 3 á Bakka.