Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 20
560
BÚNADARRIT
IV. Afurðir ánna. Tvílembur skiluðu að jafnaði 73,7
(76,1) kg í dilkaþunga á fæti og gáfu 29,8 (30,9) kg
af reiknuðu dilkakjöii að jafnaði. Tölurnar í sviga
eru meðaltöl ársins 1972—1973, sjá töflu 1. Einlembur
skiluðu að jafnaði 42,0 (43,1) kg í lifandi þunga
lamba og 17,4 (18,0) kg í reiknuðum fallþunga. Eftir
hverja á, sem skilaði lambi, er reiknaður þungi laniba
á fæli 61,9 (63,4) kg og rciknaður kjötþungi 25,2 (26,0)
kg að meðaltali. Eftir hverja á, sem lifandi var í byrj-
un sauðburðar, fást 23,9 (24,8) kg af reiknuðu dilka-
kjöti.
Afurðir ánna eru aðeins minni en árið 1972—73,
en þó meiri cn flest árin þar á undan. Hér munar
eingöngu lækkun í fallþunga, en frjósemin cr heldur
meiri, eins og fyrr segir. Mestur reiknaður kjötþungi
cftir tvílembu er i N.-Isafjarðarsýslu 33,3 kg (92 ær),
cn næst mestur í Strandasýslu 32,5 kg, en í 8 sýslum
eru afurðir eftir tvílembu meiri en 30,0 kg af reiknuðu
kjöti. Mestur reiknaður kjötþungi eftir einlembu er í
Mýrasýslu og N.-ísafjarðarsýslu 19,7 kg, en í þriðja
sæti kemur Strandasýsla með 19,0 kg.
í töflu 3 er skrá um félagsmenn fjárræktarfélaganna,
sem framleiddu 30,0 kg af dilkakjöti eða meira eftir
bvcrja á. Þar er nú efstur Júlíus Kristjánsson á Dal-
vík með 35,0 kg af reiknuðu dilkakjöti. Næstur er ná-
granni lians, Gústaf Kjartansson í Brimnesi á Árskógs-
strönd, með 34,5 kg. Björn H. Karlsson, Smáhömrum í
Kirkjubólshreppi, kemur í 3. sætið. Á listanum eru nú
48 nöfn.
I töflu 4 er að finna skrá um félagsmenn, er höfðu
minnst 100 ær og framleiddu 25,0 kg af reiknuðu dilka-
kjöti eða meira eftir á. Efslur á þessum lista er Björn
H. Karlsson, Smáhömrum, Kirkjubólslireppi, Stranda-
sýslu. Hann hefur 210 ær á skýrslu, fær 186 lömb til
nytja eftir hverjar 100 ær og 33,4 lcg af reiknuðu dilka-