Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 133
NAUTG ItlPASYNIN GAK
673
fyrir úlstæða spena eða ef fram- og afturspenar eru
nástæðir. Ef um fláttu er að ræða er ekkert slig gel'ið.
Þetta dómspjald gefur möguleika á aukinni úr-
vinnslu gagna frá kúasýningum og að upplýsingar
fáist um ýmiss einkenni og byggingarlag íslenzkra
kúa, sem ekki hafa verið rannsökuð áður.
Á þessum sýningum á Norðurlandi var sú nýbreytni
tekin upp að velja kýrnar, sem átti að sýna, með
lilliti til afurðaeinkunnar, og var ákveðið að skoða
kýr, sem befðu 105 stig eða mcira í afurðaeinkunn.
Þó var talið rétt að miða við 106 stig á svæði S.N.E.
Einnig voru skoðaðar aðrar kýr, eí' þess var óskað.
Samhliða þessum breytingum varð að endurskoða
kröfur um afurðasemi og lágmarkseinkunnir fyrir út-
lit vegna viðurkenningar.
Leiðbeiningar um viðurkenningar á nautgripasýn-
ingum 1976 voru eftirfarandi:
Til að geta hlolið I. verðlaun varð kýrin að hafa
fengið í afurðaeinkunn 105 stig. I dómseinkunn 70,0
stig sem lágmark. Fyrir júgur og spena ekki lægra
en 12,0 stig fyrir hvort atriði. Lágmarkseinkunn fyrir
mjöltun var 10,0 stig og skapgerð 3,0 stig.
Samsvarandi lágmörk til að ná Ií. verðlauna viður-
kenningu voru: 103 stig í afurðaeinkunn, 65,0 stig
í dómseinlcunn, 10,0 stig fyrir júgur, spena og mjöltun
og 3,0 stig fyrir skapgerð. Lágmörkin til að hljóta
III. verðlauna viðurkenningu voru 100 stig í afurða-
einkunn, 60,0 stig í dómseinkunn, fyrir júgur og spena
10,0 stig fyrir hvort atriði, 5,0 stig fyrir mjöltun og
3,0 stig fyrir skapgerð.
Þátttaka í sýningum og úrslit dóma
Alls sýndu 346 bændur 1166 kýr á svæðinu. Þetta
eru mun færri kýr en sýndar hafa verið undanfarin