Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 27
NAUTG Rl PASYNIN GAIi
567
ar voru 1778 kýr eða 82,5% (79,5%), hníflóttar 294
eða 13,6% (14,5%) og hyrndar 84 eða 3,9% (6,0%).
Meðalbrjóstummál var 179,1% yl'ir allt svæðið, en
177,4 cm á sýningum 1968 og 1969. Kúastofninn er
því enn að stækka. Innan einstakra sambandssvæða
er skiptingin þannig, að i A.-Húnavatnssýslu var
brjóstummál nú 177,7 cm, en 171,4 cm 1969. Áslæð-
an fyrir þessum mikla mun cr væntanlega sú, að nú
voru sýndar langtum fleiri kýr og víðar en áður, og
eru þessar tölur því tæplega hæfar til samanburðar,
þó að búast megi við því, að kýr þar stækki eins og
annars staðar. í Skagafirði var meðalbrjóstummál
175,3 cm, en 171,7 cm árið 1969. í Eyjafirði var
meðalbrjóstummál nú 179,6 cm á móti 178,2 cm
þremur árum áður og í S.-Þingeyjarsýslu (sambands-
svæðið) 178,5 cm á móti 176,3 cm árið 1968 og i
Hálshreppi 1969.
Mest ummál brjósts höfðu Frekja 56, Þórisstöðum
á Svalbarðsströnd, 203 cm, og Ljómalind 4, Gásum i
Glæsibæjarhreppi, 201 cm. Sjö kýr aðrar náðu 200 cm
brjóstummáli, en alls 171 kýr 190 cm og yfir. Flestar
dætur í þeim hópi áttu þessi naut: Sokki N146 og
Þeli N86 24 hvor, Munkur N149 19, Fylkir N88 13 og
Surtur N122 10.
Hæstu einkunn fyrir byggingu hlutu Bára 46, Sokka-
dóttir á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal, og Penta 50,
Surtsdóttir á Skáldalæk í sömu sveit, 88,5 stig. Alls
hlaut 31 kýr yfir 86 stig fyrir hyggingu, en 124 84 stig
og yfir. Af þessum 124 voru 24 dætur Sokka N146, 13
dætur Þela N86, 8 dælur livors þeirra Munks N14í)
og Sjóla N19, 6 dætur Gerpis N132, 5 dætur Fylkis
N88 og 4 dætur Surts N122.
Lýsingu á sýndum nautum er að finna í töflu III hér
á eftir.