Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 104
644
BÚNAÐARRIT
vestanverðu svæðinu, og að vísu misjöfn í öllum
héruðum, og með tillili til þess, að í sumurn sveitum
kom ekki fram nein heildarmynd af stofninum, j)á
verður í eftirfarandi leitazt við að skýra frá niður-
stöðum á hver ju sambandssvæði, en jafnframt verður
skýrt frá niðurstöðum í hverju félagi á austanverðu
svæðinu. Til hliðsjónar má hafa umsagnir um sýn-
ingarnar 1969 og 1968 í Búnaðarriti, en vitnað hefur
verið í greinar um þær hér að framan.
Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu.
Þátttaka í sýningunum, sem haldnar voru 6.—8. júní,
var margfalt meiri en siðast, enda hafði verið unnið
að því í millitíð að auka skýrsluhaldið. Eins og áður
er sagt, voru sýndar á sambandssvæðinu 103 kýr frá
28 búum í 7 hreppum. Hlutu 50 eða nær helmingur
I. verðl., 28 II., 16 III. og 9 engin. Flokkuðust I. verðl.
kýrnar þannig, að 1 hlaut þá viðurkenningu af 1. gráðu,
12 af 2., 27 af 3. og 10 al' 4. gráðu. Var efsta kýrin
Þelg 24, Sólheimum í Svínavatnshreppi, dóttir Þela
N86, I. verðl. nauts úr Eyjafirði. Þær kýr, sem á ann-
að horð var vitað um ættir að, voru svo til allar und-
an nautum Búfjárræktarstöðvarinnar, sem starfaði á
Blönduósi frá maí 1963 til ársloka 1969, eða undan
nautum frá sæðingarstöðinni á Lundi við Akureyri,
þaðan sem sæði var fengið fyrst í slað. Flestar dætur
átti Vogur N203 frá Vogum í Skútustaðahreppi undan
Dreyra N139 og Öldu 21, en hann var um skeið not-
aður á stöðinni á Blönduósi. Báru þær líka af að gæð-
um, og hlutu 13 þeirra I. verðlaun. Eilt félag hefur
starfað samfellt í langan tírna í héraðinu, Nf. Sveins-
staðahrepps, og hlutu 22 kýr þar I. verðlaun, þar al'
7 frá Leysingjastöðum. Þá hlutu 5 kýr í Sólheimum
I. verðlaun. Tvær dætur Vogs höfðu óvenjumikið