Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 218
758
BÚNAÐARRIT
Niðurstöður sýninganna í einstökum
félögum eða hreppum.
Bf. Vopnafjcirðar. Skoðaðar voru 26 kýr hjá 8 eigend-
um, og hlutu aðeins 7 kýr I. verðlaun. Á næstu sýn-
ingu áður hlutu 26 kýr I. verðlaun. Félagsmenn eiga
margar mjólkurlagna kýr, en mikið ber á slakri júgur-
og spenagerð. Var það aðalorsök þess, að kýr hlutu ekki
I. verðlauna viðurkenningu.
Sokki 59018 hefur verið mikið notaður i félaginu
og eru til margar ágætar kýr undan honum. Einn
helzti gallinn við Sokka er, að margar dætur hans
hafa veika júgurbyggingu, og einkennir það dætur
hans í Vopnafirðinum. Einnig ber nokkuð á því að
skyldleikaræktað sé undan honum, en það hlýtur að
teljast varhugavert með tilliti til júgurgerðar kúnna.
Efst af I. verðlauna kúnurn var Bliðrós 13, Ytra-
Nípi. Hún er dóttir Hrafns 65001. Stigahæsla kýrin
var Bauga 35, Svínabökkum, en hún hlaut 88,0 stig.
Hún er dóttir Hjálms 67016, sem var á Nautastöðinni,
en aldrei fékkst reynsla á hann, af því að hann var
mjög lítið notaður á sínum tíma. Hjálmur var skyld-
leikaræktaður undan Eyfirðingi, sonur metkýrinnar
Hjálmu 1, Tungu neðri við Skutulsfjörð. Tungujarl
71012 er einnig undan Hjálmu 1, en hann hefur reynzt
illa. Næst stigahæsta kýrin var Blesa 70, Rcfsstað, en
hún hlaut 86,5 stig. Hún er einnig dóttir Hjálms 67016.
Nf. Fljótsdalshéraðs. Þar sýndu 11 eigendur 27 kýr, og
hlutu 5 I. verðlaun. Ástæðan fyrir því, að ekki fengu
fleiri kýr I. verðlaun, var sú, að af 15 kúm, sem hlutu
engin verðlaun, var einungis til afurðaeinkunn 2 kúa.
Hinar höfðu ekki fengið afurðaeinkunn, af því að þær
höfðu ekki verið heilt ár á skýrslu og áttu því ekki
kost á I. verðlaunum. Kýrnar á félagssvæðinu eru
nokkuð sundurleitar, en margar meðal þeirra eru þó