Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 199
NAUTG KI PASYNIN GAR
739
stöð Búnaðarfélags íslands á síðustu árum, cn ekki
fengizt flutt vegna synjunar frá sauðfjárveikivörnum.
Nf. Öngulsstaðalirepps. Á félagssvæðinu voru skoð-
aðar flestar lcýr á Norðurlandi á sýningunni nú, enda
eiga félagsmenn afburðagóðar mjólkurkýr og mörg bú
með háar meðalafurðir. Alls voru skoðaðar 130 kýr
frá 30 búum og hlutu 70 I. verðlaun, en það er það
flesta í einu félagi á sýningunni nú. Að meðaltali
hlutu I. verðlauna kýrnar 78,1 stig. Flestar sýndar
kýr voru undan Sokka 59018, 37, Munk 60006, 17,
Dreyra 58037, 12, Þela 54046, 9, Þjálfa 64008, 8 og
Rikka 65009, 6. Undan þessum sex nautum voru
68,5% sýndra kúa. Flestar I. verðlauna kýrnar voru
undan Sokka 59018, 23, Munk 60006, 11, Þela 54046,
8, Þjálfa 64008, 5, og undan Dreyra 58037, 4. Alls
voru 73% af I. verðlauna kúnum undan þessum 5
nautum. Flestar I. verðlauna kýrnar eða 5 voru frá
Gröf, Rifkelsstöðum II, og Stóra-Hrauni I. Fjórar I.
verðlauna kýr voru frá Akri, Rifkelsstöðum I og Ytra-
Laugalandi. Efst af I. verðlauna kúnum var Grýla
110, Rifkelsstöðum I. Hún er ung og efnileg Sokka-
dóttir og hlaut 90,0 stig í einkunn. Önnur í röðinni
var Kolskör 95, Klauf, Dreyradóttir og sú þriðja var
Huppa 121, Bringu, Sokkadóttir. Þær hlutu allar I.
verðlaun af 1. gráðu. Stigahæsta kýrin var Ima 47,
Fífilgerði, en hún hlaut 90,5 stig. Undan henni og
Blika 69001 var valinn nautkálfur á Nautastöðina, en
því miður lekkst ekki leyfi til flutnings lijá sauð-
fjárveikivörnum. Einnig voru stigaháar þær Auð-
lnimla 135, Munkaþverá, og Grýla 110, Rifkelsstöðum
I, sem getið var um hér að framan. Þær hlutu báðar
90 slig. Ein athyglisverðasta kýrin í félaginu er Húfa
33, Gröf. Hún er geysiafurðamikil og ber sig vel. Fyrir
síðastliðin 4 ár er hún með hæsiu afurðacinkunn, sem