Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 215
NAUTG RIPASÝNIN GAR
755
Yfirlit yfir brjóstummál, hæð á herðakamb, júgur-
hæð og spenalengd eftir félögum
og hreppum.
í töflu Ilb er sýnt, hvernig brjóstummál, hæð á
herðakamb, júgurhæð og spenalengd skiptist eftir
félögum og hreppum. Á næstu sýningu áður var ein-
ungis brjóstummálið mælt. Meðalbrjóstuminál var nú
179,0 cm á öllu sýningarsvæðinu og hefur aldrei verið
meira á sýningum á þessu svæði. Á næstu sýningu
áður var það 175,3 cm þannig, að það hefur aukizt um
3,8 cm milli sýninga. Af einstökum kúm hafði Grýla
34, Geitdal, Sluiðdalshreppi, mest brjóstummál, 200
cm, en alls voru það tíu kýr, sem náðu 190 cm brjóst-
ummáli eða meira.
Meðalhæð á herðakamb reyndist vera 131,0 cm.
Er það lítið eitt meira en á sýningum á Norðurlandi
1976 (130,6 cm). Grýla 34, Geitdal, sem var með mest
brjóstummál, var einnig hæst á herðakamb, 140 cm.
Meðalhæð á framjúgri sýndra kúa var 39,2 cm, en
samsvarandi fyrir afturjúgur var 37,2 cm. Þetta er
mjög svipuð niðurstaða og á sýningum á Norðurlandi
1976, en þá var afturjúgrið 2 cm síðara en framjúgrið
að ineðaltali.
Meðallengd framspena sýndra kúa var 7,3 cm, en
afturspenar voru að meðaltali 0,7 cm styttri. Þetta
varður að telja óþarflega langa spena fyrir mjalta-
vélar, en kjörlengd spena vegna vélmjaltana hefur
verið talin 4,0—5,5 cm. Einnig er meiri hætta á spena-
stigi, þegar spenar eru mjög langir. Af sýndum kúm
voru rúmlega 12% með mikið skaddaða spena eftir
stig.
1 töflu IIc er sýnt yfirlit yfir meðaldómseinkunn og
meðaleinkunn fyrir júgur, spena og mjöltun eftir
félögum og hreppum.