Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 188
728
BÚNAÖARRIT
júgur og góða spena. Snælda er ættuð úr Eyjafirði,
en óvíst er um faðerni hennar, en hún mnn vera
undan sæðingarnanti. Búkolla 2, nióðir Snældu er
keypt frá Hrauni í Unadal, en fengin þangað úr
Eyjafirði. Hún er fædd 1961, en ber sig mjög vel, og
er afurðamikil.
Samband nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar.
Sýningar á Sambandssvæði S.N.E. stóðu yl'ir 18.
ágúst 1. sept. AIls voru sýndar 688 kýr frá 164 búum,
en ekki eru taldar með kvígur, sem skoðaðar voru
sérstaklega, undan naulum í afkvæmarrannsókn.
Sýnendur voru nú 87 færri en á næstu sýningu áður.
Erlendur Jóhannsson var formaður dómnefndar i
Svarfaðardal, Ólafsfirði, Arnarneshreppi, Glæsibæjar-
hreppi, Hrafnagilshreppi, Öngulsstaðahreppi og hluta
Skriðuhrepps. Ólafur E. Stefánsson var l'ormaður dóm-
nefndar í Öxnadal, Saurbæjarhreppi, Árskógsströnd,
Akureyri, Svalbarðsströnd, Grýtubakkahreppi og hluta
Skriðuhrepps.
Af kúnum hlutu 888 I. verðlaun eða 49.5%, 185
II. eða 27,1%, 43 III. eða 6,3% og engin verðlaun 117
eða 17,1%. Ekki er rétt að bera þessar niðurstöður
saiuan við næstu sýningu áður, því bæði eru kröfur
um afurðasemi breyttar og nýr dómstigi notaður. Þó
er ljóst að kröfurnar eru mun meiri nii en var á sið-
ustu sýningu og erfiðara að hljóta I. verðlauna viður-
ken ningu.
Fyrstu verðlauna kýrnar flokkuðust þannig inn-
hyrðis, að 26 eða 7,7% hlutu þá viðurkenningu af 1.
gráðu, 52 cða 15,4% af 2., 69 eða 20,4% af 3. og 191
eða 56,5% af 4. gráðu.
Nú verður skýrt frá úrslitum sýninganna i hverju
félagi.