Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 204
744
BÚNAÐAKRIT
kýr voru á, niiðað við alll sýningarsvæðið, eða 8.
Efst af I. verðlauna kúnum var Reyður 71, Hléskógum.
Hún er ung, en geysiafurðamikil dóttir Bakka 69002.
Móðir hennar, Leista 52, hlaut einnig I. verðlaun af
l. gráðu. Aðrar kýr, sem hlutu þessa viðurkenningu,
voru Assa 65 og Gullbrá 77, Höfða II, og Auðhumla
52, Nolli. Stigahæsta kýrin var Assa 65, sem nefnd er
hér að ofan. Hún er dóttir Mána 65804, sem var i
einkaeign á Höfða II og var frá Sólvangi i Hálshreppi,
undan Randa 52011. Assa hlaut 89,0 stig.
Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga.
Á sambandssvæðinu voru sýningar haldnar 10. til
19. maí, nema hvað skoðaðar voru kýr i Hálshrepp
og hluta Ljósavatnshrepps Iiinn 21. ágúst. Alls voru
skoðaðar á svæðinu 233 kýr hjá 97 eigendum og er
j>að nokkuð minni jiátttaka en í næstu sýningarumferð
áður. Af sýndum kúm hlutu 132 I. verðlaun eða 56,6%,
34 II. verðlaun, 37 III. verðlaun og 30 engin. Innbyrðis
flokkuðust I. verðlauna kýrnar þannig, að 11 hlutu I.
verðlaun af 1. gráðu, 14 af 2., 29 af 3., og 78 af 4.
gráðu. Verður nú getið að nokkru sýninganna i hverju
félagi.
Nf. Hálslirepps. Skoðaðar voru 13 kýr hjá 6 eigend-
um og hlutu 6 I. verðlaun. Árið 1973 voru skýrslu-
haldarar í félaginu 15 talsins, en voru orðnir 9 í ár.
Ein megin ástæðan er eins og víðast annars staðar,
að þegar tankvæðingin gengur yfir, þá hættu smæstu
framleiðendurnir injólkurframleiðslu. Vegna þessa
m. a. hefur meðalhúið hjá þeim, sem lialda skýrslur,
stækkað um 4,3 árskýr frá 1973. Stigahæsta kýrin var
Stjarna 1, Hrísgerði, en hún hlaut 87,5 stig. Faðir
Stjörnu var Gauti frá Mörk, sonur Nökkva 61010, sem
var félagsnaut og notaður mikið á sínum tíma og