Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 222
762
BÚNAÐARRIT
verðlaun. Skýrsluhald hefur mjög dregizt saman á
félágssvæðinu, en þegar vélskýrsluhald hófst árið 1972
tóku 2ó lni þátt í því. Þegar sýning var hér siðast
árið 197.'!, voru skoðaðar 150 kýr á 36 búum, en þá
var farið á allmarga bæi, þar sem eigi voru færðar
skýrslur, lil að skoða kvígur undan sæðingarnautum.
Þá hlutu 20 kýr I. verðlaun. Þótt sýndum kúm
fækkaði verulega, þá fjölgaði I. verðlauna kúnum
nokkuð. Meginuppistaðan í skýrsluhaldinu er á Mýr-
uniim, en þar eru mörg ágæt kúabú. Þar hefur verið
mikill áhugi á kynbótastarfinu og hafa ættgóðir gripir
verið fluttir að, til að bæta slofninn. Má t. d. nefna
Hrafn 55001 frá Melum í Borgarfirði og Roða 62002
frá Grænavatni í Mývatnssvcit, en þeir reyndust báðir
vel.
Allmargar kýr eru til á skýrslum undan Roða, cn
alls voru skoðaðar 13 dætur hans og hlutu 4 þeirra
I. verðlaun. Ein athyglisverðasta dóttir Roða er Dinnna
24, Lamhleiksstöðum, en liún er meðal afurðamestu
kúa landsins. Lambi 76005 á Nautastöð Rúnaðarfélags
íslands er sonur hennar og Rlika 69001.
Að meðaltali voru Roðadætur 9,0 ára gamlar og
hlutu i heildareinkunn 75,0 stig.
Dætur Sokka 59018 eru einnig áberandi i kúastofni
lelagsmanna. Skoðaðar voru alls 15 Sokkadætur og
hlutu 7 I. verðlaun. Þær voru mun yngri en Roða-
dætur, að meðaltali 6,0 ára gamlar, og hlutu 73,0 stig
i heildareinkunn. Aðalmunurinn á þessum dætrahóp-
um var, að Roðadælur virðast vera mun betri í mjölt-
un. Þær hlutu að meðaltali 16,2 stig fyrir mjöltun,
sem er ágætt, en Sokkadætur hlutu fju-ir samsvarandi
eiginleika 13,6 stig.
Einna alhyglisverðustu gripirnir voru þó dætur
Eáfnis 69003, en hann virðist hafa verið töluvert not-