Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 131
NAUT G RIPASYNINGAR
671
Á nautgripasýningum hefur dómstigi Hjalta Gests-
sonar verið notaður nær óbreyttur til 1976. Árið 1974
var tekið upp nýtt dómsform, sem var notað til að
dæma kvígur undan nautum, sem voru í afkvæmarann-
sókn. Nú höfum við nautgriparæktarráðunautar Bún-
aðarfélags íslands gert nýtt dómspjald fyrir kýr, sem
verður notað við nautgripasýningar, afkvæmarann-
sóknir og skoðun nautsmæðra.
Við gerð dómspjaldsins var stuðst við samsvarandi
dómspjöld i nokkrum nágrannalöndum. Auk þess var
hafður til hliðsjónar einkunnarstigi Hjalta Gestssonar,
kvíguskoðunarformið frá 1974 og athugasemdir, sem
fram hafa komið af okkar hendi og annarra.
Helzti munur á þessu nýja dómspjaldi og þeim, sem
notuð liafa verið til þessa, er, að það er mun ýtar-
legra. Meðal annars eru teknar upp beinar mælingar
á spenum og á júgurhæð. Mjaltalagi kúnna er lýst
eftir umsögn bænda. Upplýsingar eiga að fást um
spenagalla, spenameiðsli og júgurbólgu. í fyrsta skipti
eru teknar upp lýsingar á bógum og framfótastöðu.
Einnig verður athugað, hvort kýrnar eru lágfættar.
Dómstiginn fyrir byggingarlag kúnna, að undan-
skildu júgri og spenum, er gerður þannig, að fyrst er
almenn lýsing, oftast i 3 liðum á gerð líkamshlutans,
þannig að hann er talinn ágætlega gerður, góður eða
sæmilegur. Siðan eru taldir áberandi gallar.
Ætlunin er að vinna úr niðurstöðunum í tölvu og
var dómspjaldið gert með það í huga. Þegar kýr er
skoðuð er merkt við ákveðna lýsingu á dómspjaldinu,
en húið er að ákveða, hve mörg stig kýrin fær fyrir
það atriði. Sem dæmi má taka spenastöðuna. Hægt er
að velja um 6 mismunandi spenastöður. Ef spena-
staðan er jöfn eru gefin 5 stig, ef afturspenar nástæðir
eru gefin 4 stig, fyrir gleiða framspena 2 stig og sama
43