Búnaðarrit - 01.06.1977, Blaðsíða 107
NAUTG RIPASÝNIN GAR
647
Prýði 36, Sólheimagerði i Akrahreppi, 198 cm, en
hún er nndan Sokka N146.
Samband nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar.
Sýningar í Eyjaí'irði stóðu yfir 3.—17. ágúst. Alls voru
sýndar þar 1468 kýr frá 201 búi í 12 félögum, og eru
þá ekki taldar með kvígur í aflcvæmarannsókn á
Lundi, 21 talsins, er skoðaðar höfðu verið áður ulan
sýningar, sjá hér að framan. Sýnendur voru tveimur
fleiri en á næstu sýningum áður, en hins vegar voru
sýndar kýr 246 fleiri nii en þá. Munar þar mest um
kvígur undan ákveðnum nautum, sem nú voru sýnd-
ar til að fá byggingardóm á þær. Af kúnum hlutu
870 I. verðlaun eða 59,3%, 207 II. eða 14,1%, 189 III.
eða 12,9% og engin verðlaun 202 eða 13,7%. Fyrstu
verðlauna kýr voru nú yfir 100 fleiri en á næstu
sýningum áður, en hlutfall milli verðlaunaflolcka er
ekki sambærilegt vegna þess, að kvígurnar raska
eðlilegum samanhurði.
Fyrstu verðlauna kýrnar flolckuðust þannig inn-
byrðis, að 196 eða 22,5% hlutu þá viðurkenningu
af 1. gráðu, 230 af 2., 247 af 3. og 197 af 4. gr.
Sömu nautin hafa nú verið notuð á öllu sýningar-
svæðinu um langt skeið. Því eru nú eftir tiltölulega
fáar kýr í hverri sveit undan nautum, sem notuð voru
eingöngu þar eða geymd, meðan reynsla var að kom-
ast á þau.
Skrá sii um faðerni I. verðlauna kúnna á sýningar-
svæðinu öllu, sem birt er hér að framan, gefur í
stórum dráttum rétta mynd af því, hvaða naut af
þeim, sem þar eru cfst, eiga flestar I. verðlauna dæt-
ur í Eyjafirði. Undantekningar frá þessu meðal 13
efstu nautanna á skránni eru Dreyri N139, Hamar
N159 og Vogur N203, sem noluð voru mest eða ein-
göngu í öðrum héruðum.