Fréttablaðið - 09.01.2010, Síða 11

Fréttablaðið - 09.01.2010, Síða 11
LAUGARDAGUR 9. janúar 2010 NÁTTÚRA Hafís nálgast nú Vest- firði og næstu daga er útlit fyrir að hann færist enn nær landi. Veð- urstofa Íslands gerir ráð fyrir að hafísröndin geti náð landi og sigl- ingaleiðin fyrir Vestfirði geti því lokast. Á gervihnattamyndum frá því í gær virðist hafísröndin vera um 22 sjómílur Norðaustur af Horni og um tuttugu sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vegna skýjahulu var erfitt að greina hvort einhver ís liggi nær landi en sjófarendur eru beðnir að fara að öllu með gát. Hafísinn kemur í veg fyrir að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson geti leitað að loðnu á skipulögðu leitarsvæði út af Vest- fjörðum en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er við leit suð- austur af landinu. Í fyrri rann- sóknaleiðangri, sem lauk í desem- ber, fannst óverulegt magn af loðnu. Um 140 þúsund tonn fund- ust sem er langt undir því magni sem þarf að mælast á miðunum áður en gefinn er út loðnukvóti. Loðna hefur ekki fundist í veru- legu magni undanfarin ár fyrr en í janúar eða byrjun febrúar. - shá Skip Hafró getur ekki athafnað sig úti af Vestfjörðum: Siglingaleið gæti lokast BJARNI SÆMUNDSSON Hafís liggur yfir fyrirhuguðu leitarsvæði loðnu úti af Vestfjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HJÁLPARSTARF Samband íslenskra kristniboðs- félaga, í samstarfi við Póstinn, hefur nú hafið söfnun á notuð- um frímerkjum. Heiti verkefnisins er: Hend- um ekki verðmætum! Söfnunin stendur til 31. janúar 2010 og er tekið við frímerkjum og umslögum á öllum póstafgreiðslum Póst- sins um land allt. Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við stökum frímerkjum. Allur ágóði verður notaður í þróunarstarf á sviði menntunar barna, unglinga og fullorð- inna í Eþíópíu og Keníu. F rímerkjum er einnig veitt móttaka allan ársins hring á skrifstofu SÍK, Grens- ásvegi 7, 2. hæð og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri. - jss NOTUÐ FRÍMERKI Á árinu 2009 skilaði frímerkjasöfnun SÍK tæplega 2 milljónum króna. Þróunarstarf á sviði menntunar í Eþíópíu og Keníu: Notuð frímerki til hjálparstarfs 800 7000 • siminn.is Það er Sjónvarp Sex vinir alveg óháð kerfi Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. Sími Internet * Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði. Hengjum okkur ekki í smáatriði!Vinátta – alvegóháð kerfi. Umsjónakennari námskeiðsins er Elín Jakobsdóttir, fyrirsæta, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Skráning er hafin í síma 533 4646 og eskimo@eskimo.is Aldurstakmark er 12 ára. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 19. JANÚAR OG 21. JANÚAR. SJÁLFSTYRKING FRAMKOMA LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS MYNDATAKA (10 S/H MYNDIR) TÍSKUSÝNINGARGANGA FÍKNEFNARFRÆÐSLA LEIKRÆN TJÁNING NÆRINGARFRÆÐSLA Allir þáttekendur fá Eskimo bol og Maybeline mascara. Viðurkenningarskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatökuna og tískusýninguna. Emm School of Make-Up sér um förðun. Leynileikhúsið kennir leikræna tjáningu. Verð 17.900 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.