Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.01.2010, Qupperneq 12
12 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR TÆKNI Jón S. von Tetzchner, for- stjóri og annar tveggja stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software, steig í vikunni úr forstjórastólnum og hefur innan- búðarmaður af dönsku bergi brot- inn tekið við stýrinu. „Mig langaði til að breyta til en mun halda áfram að gera mikið af því sem ég geri í dag og vera sýni- legur sem talsmaður fyrirtækis- ins þegar þarf,“ segir hann í skeyti til Fréttablaðsins og bætir við að hann muni eftirleiðis sinna ráð- gjafarstörfum fyrir Opera Soft- ware en titlaður meðstofnandi. Jón stofnaði fyrirtækið, sem þróar og rekur Opera-netvafra fyrir bæði tölv- ur, farsíma og nettengdan tækjabúnað, í félagi við félaga sinn, Geir Ivar- søy sem er lát- inn, fyrir fimmt- án árum. Í samtali við norska netmið- ilinn E24 sagði hann brotthvarf sitt jafnast á við það að láta barn sitt í hendur ann- arra. Opera Software er skráð í norsku kauphöllina og nemur markaðs- verðmæti þess tæpum 2,5 millj- örðum norskra króna, jafnvirði 44 milljarða íslenskra. Jón á 13,4 pró- senta hlut í fyrirtækinu í gegnum einkahlutafélagið Mozart Invest og nemur virði hlutarins rúmum 329 milljónum norskra króna, jafn- virði 5,8 milljarða íslenskra króna á gengi gærdagsins. Jón gaf stórfjölskyldu sinni hér og í Noregi einkahlutafélagið Digital Venture um mitt ár 2008. Inni í því voru 1,26 milljónir hlut- ir í Opera Software og nam verð- mæti gjafarinnar þá 460 milljón- um íslenskra króna. Fjölskyldan á hlutinn enn að mestu, að sögn Jóns. - jab JÓN S. VON TETZCHNER Jón S. von Tetzchner hættir sem forstjóri Opera Software eftir fimmtán ára starf: Á hlutabréf fyrir sex milljarða UMHVERFISMÁL Sextánda stefnu- mót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða verð- ur haldið á þriðjudaginn kemur, 12. janúar. Fjallað verður um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaup- mannahöfn og þau atriði sem sendinefnd Íslands lagði áherslu á. Þá verður vikið að mögulegum næstu skrefum í átt til alþjóðlegs samkomulags um úrbætur í lofts- lagsmálum, sem og þeim aðgerðum sem fram undan eru hjá íslenskum stjórnvöldum. Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins og allir eru velkomnir. - shá Niðurstöður frá Köben: Stefnumót um loftslagsráðstefnu Pulz Borðstofuborð 162x90 stækkanlegt upp í 232 cm kr. 87.900 Lagersöluverð kr. 43.900 Bono Borðstofuborð 166x100 stækkanlegt upp í 266 cm kr. 145.800 Lagersöluverð kr. 72.900 Porto Borðstofuborð 180x90 kr. 89.800 Lagersöluverð kr. 44.900 OPIÐ UM HELGINA LAUG. 12 - 16 SUNN. 13 - 16 LAGERSALA SELJUM EINGÖNGU BEINT AF LAGER OKKAR SEM ER AÐEINS OPINN UM HELGAR. LÍTIL YFIRBYGGING = BETRA VERÐ Edge hornsófi kr. 301.100 Lagersöluverð kr. 239.900 Stærð: 200x280 cm Stærð: 247X226 cm AKRALIND 9 - 201 KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BORÐSTOFU- BORÐUM Edge hornsófi kr. 335.500 Lagersöluverð kr. 268.400 [ MARGAR GERÐIR OG LITIR AF ÁKLÆÐUM ] PORTÚGAL, AP Þjóðþingið í Portúgal samþykkti í gær með 125 atkvæðum gegn 99 lagabreytingu sem heimilar samkynhneigðum íbúum þessa kaþ- ólska lands að ganga í hjónaband. Lagabreytingin er einföld, því ein- ungis er sleppt því orðalagi núgild- andi laga að hjónaband geti einung- is verið milli tveggja einstaklinga hvort af sínu kyninu. „Þetta er lítil breyting á lögum, það er rétt,“ segir Jose Socrates forsætisráðherra, sem lagði mikla áherslu á að þessi breyting væri sjálfsagt réttlætismál. „En þetta er mjög mikilvægt og táknrænt skref í áttina að því að tryggja virðingu fyrir gildum sem eru grundvöllur hvers lýðræðis- legs, opins og umburðarlynds sam- félags: gildi frelsis, jöfnuðar og þess að mismuna ekki fólki.“ Socrates segir lagabreytinguna lið í nútímavæðingu Portúgals, en þar í landi taldist samkynhneigð vera glæpur allt til ársins 1982. Fyrir tveimur árum aflétti stjórn hans banni við fóstureyðingum þrátt fyrir harða andstöðu kaþólsku kirkjunnar. Forseti landsins, hinn íhaldssami Anibal Cavaco Silva, getur þó neit- að að staðfesta lögin, en þá fær þing- ið þau aftur til meðferðar og getur með auknum meirihluta gert neitun- arvald forsetans að engu. Verði lögin staðfest geta fyrstu samkynhneigðu pörin gengið í hjónaband í apríl, mánuði áður en Benedikt páfi kemur í heimsókn til landsins. Í nágrannalandinu Spáni voru hjónavígslur samkynhneigðra leyfð- ar fyrir fjórum árum. Íbúar beggja landanna eru að miklum meirihluta kaþólskir og fyrri tilraunir í báðum löndunum til að heimila hjónavígsl- ur samkynhneigðra höfðu áður strandað á harðri andstöðu krist- inna hópa og íhaldssamra þing- manna. Í þetta sinn gekk málið þó greið- lega í gegnum þingið og fulltrúar samkynhneigðra fagna því að land- ið sé komið í fremstu röð varðandi réttindi samkynhneigðra. Hjónavígslur samkynhneigðra eru nú leyfðar í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð, Noregi, Kanada, Suður- Afríku og á Spáni auk þess sem sex af ríkjum Bandaríkjanna hafa lög- leitt þær. gudsteinn@frettabladid.is Samkynhneigðir fagna því að mega ganga í hjónaband Þingið í hinu rammkaþólska Portúgal hefur samþykkt að hjónavígslur samkynhneigðra verði leyfðar. Sam- kynhneigðir fögnuðu ákaft. Óvíst er þó hvort hinn íhaldssami forseti landsins staðfestir lagabreytinguna. PORTÚGALAR FAGNA Dálítil hátíðarstemning ríkti í gær fyrir utan þinghúsið í Lissa- bon þar sem samkynhneigðir fögnuðu niðurstöðu þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Stjórnendur DP World, sem rekur 49 hafnir í arabíska furstadæminu Dúbaí, leita eftir að skrá hlutabréf fyrirtækisins í bresku kauphöllina í London á öðrum fjórðungi þessa árs. Gangi þetta eftir verður um tvíhliða skráningu að ræða en bréf fyrirtækisins voru skráð á markað í Dúbaí 2007. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er lítið flot á bréfum fyrirtækis- ins og eigendur ósáttir við verð- myndun þeirra. DP World er dótturfélag skuld- settu fyrirtækjasamstæðunn- ar Dubai World, sem er í eigu furstadæmisins. Þegar samstæð- an leitaði eftir greiðslufresti á 26 milljarða dala láni seint í nóvem- ber á nýliðnu ári urðu nágranna- ríki þess að koma til hjálpar. - jab DP World skoðar skráningu: Skuldsettir leita til London HÖNDLAÐ MEÐ HLUTABRÉF Skuldsetta fyrirtækjasamstæðan Dubai World vill ná verðmætum úr hafnarfyrirtæki með tvíhliða skráningu í London. BYSSULEIKUR Búddamunkur af yngri gerðinni skemmti sér hið besta vopn- aður leikfangabyssu í kennslustund hjá friðarhöfðingjanum Dalaí Lama í borginni Bodhgaya á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.