Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.01.2010, Qupperneq 18
18 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Vésteinn Ólason skrifar um málskotsrétt forseta Ef alþingi nemur öðru sinni úr gildi lög sem forseti hefur synj- að staðfestingar er það í raun hægt og rólega að afhenda forseta neit- unarvald sem konungur hafði fyrir hundrað árum, vald sem stjórnar- skráin færði frá þjóðhöfðingja til þjóðar til nota í neyð. Er það vilji alþingis? Ég tel að ákvörðun forsetans hafi verið hörmuleg mistök og illa rökstudd. Vísað er til að vilji alþingis sé annar en samþykkt þess og hamrað á því að allir stjórnmálaflokkar vilji að við borgum, en beint og óbeint er vísað til skoðanakann- ana og vinalista Varnarliðsins. Er víst að allt það fólk sem þar er á móti lögum vilji borga? Óvíst virðist að allir þingmenn vilji það. Nú er sem hland hafi hlaupið fyrir hjarta þeirra sem hæst og oftast sögðu nei fyrir áramótin. Þau vilja sættir. Um hvað? Lík- lega um þverpólitíska samninga- nefnd, en hvernig ætti að móta samningsmarkmiðin? Yrði það nokkuð annað en endurtekning á skrípaleiknum frá síðasta sumri, þegar stjórnarandstaða utan og innan stjórnar- flokka knúði fram ákvæði sem vita mátti að aldrei næðu fram að ganga – og sat þó hjá að lokum? Segir nú að sterkara sé að sameinað þing standi að baki tillögum. Ég efast ekki um að ýmsir stjórnar- andstöðuþingmenn sem ég tel sómafólk trúi því sem þau segja, að við getum ekki ráðið við samninginn sem lögin miðast við. En ég trúi betur hagfræðingum eins og Friðrik Má Baldurssyni, Guðmundi Ólafssyni, Gylfa Magnússyni, Gylfa Zoëga, Þorvaldi Gylfasyni og Þórólfi Matthíassyni, sem segja hið gagnstæða. Miklu skiptir hvort við málum fjandann á vegginn eða höfum trú á getu þjóðarinn- ar til að rífa sig upp. Sættir eru góðar og bæði stuðnings- menn og andstæðingar geta sýnt sátta- vilja sinn í aðdraganda þjóðaratkvæðis. Stuðningsmenn með því að hætta að tala um hvaða stjórnmálaöfl beri ábyrgð á hruninu og einbeita sér að því að rök- styðja af hverju við ættum að samþykkja lögin. Andstæðingar með því að hætta að væna samninganefndir og ríkisstjórn um vanhæfni og undirlægjuhátt og aðrar þjóðir um illan vilja en einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að hafna lögunum. Enn hef ég hvergi séð skýra grein gerða fyrir muninum á fyrri lögum og þeim nýju. Hafi mér sést yfir eitthvað á það sjálfsagt við fleiri. Verði lögin samþykkt er því þrasinu vonandi lokið um sinn, en væntanlega munu öll stjórnmálaöfl vakandi fyrir því að leita endurbóta þegar viðrar til slíkra samninga. Verði lögunum hafnað, sem hamingj- an forði okkur frá, þarf að reyna nýja samninga. Verði umræður í aðdraganda atkvæðagreiðslu málefnalegar eru meiri líkur til að sátt geti tekist um raunhæf samningsmarkmið. En þjóðaratkvæði verður að fara fram úr því sem komið er. Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Á forseti að hafa neitunarvald? UMRÆÐAN María Kristín Gylfa- dóttir skrifar um skóla- starf Rétt fyrir jól birtist leiðari í Fréttablaðinu eftir Pál Baldvin Bald- vinsson sem bar heitið „Vandi grunnskóla“. Þar fer Páll mikinn og hefur greini- lega horn í síðu kennara og Kenn- arasambandsins. Það er vissulega rétt hjá Páli að Kennarasambandið getur ekki og má ekki vera stikkfrí í því að finna leiðir til hagræðing- ar og úrbóta innan skólakerfisins. Að tala niður til heillar starfs- stéttar með þeim hætti sem Páll gerir vegna pirrings í garð for- ystu hennar er hins vegar hvorki til þess fallið að hvetja kennara til samráðs né til dáða. Rekstrarvandi sveitarfélaga og rekstur skóla Ástæður rekstrarvanda sveitar- félaga má rekja til margra ólíkra þátta. Rekstur leik- og grunnskóla vegur vissulega þungt í rekstri margra sveitarfélaga og sveitar- stjórnarmenn mega ekki skorast undan því að skoða gagnrýnum augum útgjöld til menntamála og leita allra leiða til skynsamlegr- ar hagræðingar og endurmats á þjónustu. Slík hagræðing má þó ekki á neinum tíma bitna á börn- um, ungmennum og fjölskyldum. Mörg sveitarfélög hafa nú þegar skorið niður viðbótarþjónustu sem ekki er lögbundin og „fitulag“ sem sums staðar hafði safnast utan um reksturinn, s.s. í tengsl- um við stjórnunarkostnað. Ljóst er að ekki verður mikið meira að gert í niðurskurði nema viðmið- unarkennslustundum verði fækk- að, skólaárið stytt eða kennslu- skylda kennara aukin til þess sem hún var fyrir síðustu kjarasamn- inga. Slíkar aðgerðir myndu vissu- lega þýða fækkun stöðugilda og þannig lækkun kostnaðar en um leið værum við að skerða grunn- þjónustu sem við höfum sem þjóð sammælst um að standa vörð um. Menntamálaráðherra hefur lýst sig andvíga skerðingu í þessa átt en hefur enn ekki vakið máls á öðrum lausnum. Þjóðin treystir menntakerfinu Fyrir rétt rúmu ári hrundu margar grunnstoðir íslensks samfélags og þjóð í sárum finnur nú til vantrausts í garð stofnana og embætta, og ekki síður fólks, sem áður naut mikils trausts. Skólinn er hins vegar fastur punktur í tilveru þjóðarinnar og und- anfarið ár hefur traust henn- ar á stoðir menntakerfisins aukist til muna. Þetta traust kom bersýnilega í ljós á Þjóðfundinum í nóvember síðastliðnum þar sem þátttakendur settu menntun og jafnan rétt allra til menntunar í forgrunn við endur- uppbyggingu samfélagsins. Í þessum skilaboðum felst trú á mátt mennt- unar til að vinna þjóðina út úr þeim vanda sem hún er stödd í. Styrkjum stoðirnar sem enn standa Skólinn er ekki bara kjölfesta í samfélaginu heldur líka griðastað- ur fyrir mörg börn og ungmenni. Það má vera að traust á einstaka háskólanámi hafi dalað sökum þess að mörgum finnst að háskólarnir hafi ekki staðið sig í því að skila út í samfélagið gagnrýnu mennt- uðu fólki. Foreldrar eru hins vegar sem aldrei fyrr ánægðir með starf í leikskólum og íslenskum börn- um líður betur í grunnskólanum sínum en í mörgum öðrum lönd- um Evrópu. Fjölmörg viðfangs- efni bíða úrlausnar í skólakerfinu en það skilar engu inn í umræðuna að tala menntakerfið niður og reka rýting milli viðsemjenda. Stærsta verkefnið á tímum þar sem mikils aðhalds er þörf er að tryggja áfram rétt allra barna til kennslu við sitt hæfi í námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Það er skýlaus krafa þjóð- arinnar að allir hagsmunaaðilar – foreldrar, kennarar, nemendur, sveitarstjórnarmenn og ríkisvald – komi að samningaborðinu með það sameiginlega markmið að standa vörð um skólana okkar og mennta- kerfi og hafi framtíðarhagsmuni þeirra að leiðarljósi. Höfundur er fyrrverandi formað- ur Heimilis og skóla – Landssam- taka foreldra, sat í nefnd um end- urskoðun laga um grunnskóla og er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Treystum stoðirnar UMRÆÐAN Eiður Svanberg Guðnason skrifar um velsæmi í auglýsing- um Sjónvarpsþættir þeirra Jóns Ársæls Þórðar- sonar og Þórs Whitehead um það er Goðafossi var sökkt vestast í Garðsjónum í nóvember 1944 voru vandaðir og vel gerð- ir í alla staði. Hafa þeir og aðrir, sem að myndinni stóðu mikinn sóma af. Það var hins vegar afar ósmekk- legt að kvikmynd um þennan hörmulega atburð skuli í dagskrá Ríkissjónvarps- ins hafa verið sýnd þjóð- inni þannig, að við upp- haf og endi myndarinnar var auglýsing frá Eim- skip, þar sem segir: „Þá var hlegið við störfin um borð!“ Með þessu er minningu allra þeirra sem fórust með skipinu sýnd óvirðing. Hafa Ríkisútvarpið, auglýsingadeild RÚV og Eimskip enga sómatil- finningu? Þetta var neðan og utan alls velsæmis. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður og sendiherra. „Þá var hlegið …“ VÉSTEINN ÓLASON EIÐUR GUÐNASON MARÍA KRISTÍN GYLFADÓTTIR GROUP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.