Fréttablaðið - 09.01.2010, Side 45

Fréttablaðið - 09.01.2010, Side 45
LAUGARDAGUR 9. janúar 2010 7 RAFEINDAVIRKI – AKUREYRI Brimrún ehf leitar að refeindavirkja til starfa á Akureyri. Starfi ð felst í þjónustu á siglinga-, fi skileitar- og fjarskiptatækjum frá Furuno og gervitunglabúnaði frá Orbit. Reynsla á þessu sviði er æskileg, en ekki skilyrði. Upplýsingar veitir Björn í síma 864 1260. Fullum trúnaði er heitið. Staða upplýsingafulltrúa og fram- kvæmdastjóra Menningarfélagsins Bergs ses. – afl eysing Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða til sín upplýsinga- fulltrúa í 50% starfshlutfall. Starf upplýsingafulltrúa fellur undir fjármála- og stjórnsýslusvið. Einnig er auglýst eftir framkvæmdastjóra Menningarfélagsins Bergs ses. í 50% starfshlutfall. Framkvæmdastjóri heldur utan um rekstur menningarhússins Bergs sam- kvæmt samningi við Dalvíkurbyggð. Um er að ræða afl eys ingu í allt að 10 mánuði. Nánari upplýsingar um störfi n og hvers er krafi st af umsækjanda er að fi nna á www.dalvik.is Umsóknir um ofangreind störf, ásamt ferilskrá, skal senda til Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, í umslagi merkt „Upplýsingafulltrúi“ eða „Framkvæmda- stjóri Menningarfélagsins Bergs ses.“ Ef sótt er um bæði störfi n sem 100% starf skal merkja umsóknina „Upplýsingafulltrúi/framkvæmdastjóri“. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2010. Dalvíkurbyggð Hönnun og áhættugreining Leitað er að talnaglöggum einstaklingi með mikla greiningarhæfileika. Helstu verkefni: • Útreikningur og greining á eiginfjárnotkun útlána. • Greining á útlánaáhættu bankans og þróun áhættumælikvarða. • Skýrslugerð til stjórnenda og eftirlitsaðila. Hæfniskröfur og eiginleikar: • Háskólamenntun í viðskipta-, hag- eða verkfræði. Framhaldsmenntun er kostur. • Reynsla af greiningarvinnu. • Gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku. • Frumkvæði, samviskusemi og hæfni til að starfa undir álagi. • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum. • Þekking og reynsla af bankastörfum eða áhættustýringu er kostur. Eigna- og skuldaáhætta Leitað er að áreiðanlegum og nákvæmum einstaklingi með góða samskiptafærni. Helstu verkefni: • Gerð lausafjár- og vaxtaskýrslna. • Annast skil á skýrslu um lausafjárstöðu og vaxtaáhættu til ytri eftirlitsaðila. • Greining og svör við tilfallandi fyrirspurnum frá deildum innan bankans varðandi lausafjárstöðu og vaxtaáhættu. • Greina og svara tilfallandi fyrirspurnum frá eftirlitsaðilum varðandi skýrsluskil og upplýsingar þeim tengdum. • Kerfishönnun vegna vinnslu og geymslu upplýsinga um lausafjárstöðu og vaxtaáhættu bankans í samstarfi við hugbúnaðargerð. Hæfniskröfur og eiginleikar: • Háskólamenntun, helst á sviði viðskipta eða raunvísinda. • Þekking á sviði reikningshalds sem og reynsla af bankastörfum er kostur. • Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur. • Sjálfstæð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar. • Áreiðanleiki og metnaður til að standast ávallt gefinn tímafrest. • Nákvæmni og góð tímastjórnun er mikilvæg. Nánari upplýsingar veita: Einar Þ. Harðarson, forstöðu- maður í Áhættustýringu, í síma 820 6598 og Ingibjörg Jóns dóttir á Starfsmannasviði í síma 410 7902. Umsókn merkt „Áhættustýring - Hönnun og áhættugreining“ fyllist út á vef bankans, www. landsbankinn.is. Umsóknar- frestur er til og með 19. janúar nk. Nánari upplýsingar veita: Hrund Hauksdóttir, forstöðu- maður í Áhættustýringu, í síma 825 6114 og Ingibjörg Jónsdóttir á Starfsmannasviði í síma 410 7902. Umsókn merkt „Áhættustýring – Eigna- og skuldaáhætta“ fyllist út á vef bankans, www.lands- bankinn.is. Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar nk. Áhættustýring Landsbankinn auglýsir laus til umsóknar tvö störf í Áhættustýringu bankans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.