Fréttablaðið - 09.01.2010, Page 56

Fréttablaðið - 09.01.2010, Page 56
8 matur Ó D Ý R O G G Ó Ð U R MATUR Rófur eru uppfull- ar af A- og C-vítamíni og stein- efninu kalíum sem meðal ann- ars heldur blóðþrýstingnum í lagi. Þær eru jafnframt ódýr og góður matur sem einfalt er að matreiða. Algengast er að búa til rófustöppu úr soðnum rófum, en það er einnig hægt að baka þær með kartöflum í ofni eða nota þær í súpur eða stappa þær með soðnum kartöflum. Einn- ig er hægt að skera þær í litla bita og sjóða örlítið og blanda þeim svo saman við rúsínur og valhnetur og hella yfir það örlitu hunangi. Þá eru þær ágætar ósoðnar sem snarl ásamt niðurskornum gulrótum. 500 g kjúklingur bein- og skinnlaus (bringur, lundir eða læri) MARINERING 3 msk. ólívuolía 2 msk. hrísgrjónaedik eða hvítvínsedik 2 tsk. fínt rifinn sítr- ónubörkur 2 tsk. sítrónusafi 2 stk. marin hvít- lauksrif 1 tsk. sjávarsalt 1 tsk. þurrkað oreg- ano 1 tsk. þurrkað timjan Blandið öllu sem á að fara í marineringuna í skál. Skerið kjúkling- inn í bita og leggið í marineringuna og látið liggja í að minnsta kosti 20 mín. Þræð- ið kjúklinginn á spjót, leggið í eldfast fat og steikið í ofni við 200 gráður í um það bil 20 mín. eða þar til kjúkl- ingurinn er tilbúinn. Það má sleppa spjót- unum og hafa kjúkling- inn í bitum. SÓSA 2 dl grísk jógúrt eða hrein jógúrt 1 dl vatn 5 msk. mango chutn- ey (eða eftir smekk) ½ tsk. turmerik 1 tsk. sjávarsalt ½ tsk. chili Öllu blandað saman, ef það eru stórir bitar í chutneyinu er gott að saxa þá aðeins niður. MEÐLÆTI 400 g bygg eða hýð- isgrjón, gjarnan frá því deginum áður 1 stk. kúrbítur, skor- inn í bita 1 stk. stór rauðlaukur skorinn í þunna báta 2 paprikur skornar í bita 2 msk. ólívuolía 1 msk. balsamik-edik 1 tsk. sjávarsalt 4 msk. indverskt dukkah (má sleppa) Veltið grænmetinu upp úr olíunni og edikinu, stráið saltinu yfir og steikið á pönnu eða í ofni í um það bil 10 mín- útur eða þar til græn- metið er orðið meyrt. Það er gott að skella því í eldfast fat og láta það eldast með kjúklingn- um síðari 10 mínúturnar. Stráið dukkah yfir þegar grænmetið er tilbúið, blandið því saman við byggið og berið fram. Þetta er réttur sem má leika sér með á ýmsa vegu og nota kjúklingaspjótin ýmist ein og sér eða bera þau fram með sósunni á veisluborði. Meðlætið er síðan gott með öllum mat en getur líka gengið eitt og sér. Þá er allt eins hægt að nota marineringuna á fisk eins og lúðu eða steinbít,“ segir Kristín Ásgeirsdóttir sem rekur Yndisauka ásamt Guðbjörgu Hall- dórsdóttur. Kristín notar það grænmeti sem hún á til í meðlætið og segir byggið eða hrísgrjónin gjarnan mega vera frá því deginum áður. Í uppskrift- ina notar hún eigin dukkah-blöndu sem hefur verið á markaði í nokk- ur ár. „Aðaluppistaðan í blöndun- um, sem fást í mismunandi gerð- um, eru hnetur og krydd en þær eru hugsaðar til að dýfa olíuvættu brauði í. Þær má hins vegar líka nota í ýmsa matargerð og marin- eringu.“ Þær Kristín og Guðbjörg stofn- uðu Yndisauka árið 2004 og sér- hæfa þær sig í alls kyns veislu- og veitingaþjónustu ásamt því að framleiða krydd, hnetublöndur og salöt undir nafni Yndisauka. Í desember síðastliðnum opnuðu þær síðan lítinn bitabar að Vatna- görðum 6, þar sem þær eru með vinnuaðstöðu, en þar er hægt að sækja hádegisverð, kaffi og með því. „Við þjónustum fjölmörg fyr- irtæki í hádeginu en vorum farnar að fá talsvert mikið af fyrirspurn- um frá einstaklingum og ákváðum því að fara þessa leið. Við höfum farið rólega af stað en engu að síður hefur verið nóg að gera enda mikið af fyrirtækjum í grennd við okkur. Við höfum þó aðallega auglýst staðinn á Facebook en þar erum við stundum með hádegis- verðartilboð og annað skemmti- legt.“ - ve Margslungin máltíð Kristín og Guðbjörg opnuðu lítinn bitabar að Vatnagörðum 6, þar sem þær eru með vinnuaðstöðu, í desember síðastliðnum en þangað er hægt að sækja hádegis- verð, kaffi og með því. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÚKLINGASPJÓT Á GRÆNMETISBEÐI Gómsæt kjúklingaspjót að hætti Kristínar og Guðbjargar. UPPFULLAR AF OMEGA- 3 FITUSÝRUM Valhnetur eru uppfullar af omega-3 fitusýrum, sem eru sérstakar fitusýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur. Ekki þarf nema lúkufylli af val- hnetum til að ná tæplega ráð- lögðum dagskammti af omega-3 fitusýrum, sem vinna gegn hjarta- sjúkdómum og styrkja æðakerfið og draga úr liðverkjum og morg- unstirðleika, auk þess sem þær gegna mikilvægu hlutverki við uppbyggingu heila og miðtauga- kerfis. Rannsóknir hafa sýnt að neysla á valhnetum getur dreg- ið úr óæskilegu kólesteróli, líkum á blóðtappa og jafnvel hættu á gallsteinum. margt smátt SANNKALLAÐ SÆLGÆTI Frosin vínber bragðast eins og sætur brjóstsykur auk þess að vera mun hollari. Margir hafa gert það að áramótaheiti sínu að draga úr sælgætisáti en það getur reynst erfitt þegar sætinda- þörfin virðist taka alla stjórn. Þá er ráð að eiga vínber í frystin- um. Þau verða ekki gegnfrosin og eru mjúk og sæt í miðjunni. Ráð er að skola vínberin áður en þau eru fryst og ef þau eru mjög stór er ágætt að skera þau niður í litla bita. Þess má geta að vínber eru rík af A- og C-vítamíni og B6-vítamíni. A M Þær Kristín og Guðbjörg hjá veitingaþjónustunni Yndisauka kunna sitthvað fyrir sér í eldhúsinu og féllust á að deila ljúffengri kjúklingauppskrift með lesendum. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfi ngar, öndunaræfi ngar, slökun og hugleiðsla. Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.