Fréttablaðið - 09.01.2010, Síða 74

Fréttablaðið - 09.01.2010, Síða 74
42 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Frístundakor t Markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að stunda tónlistarnám því tónlist er stór hluti af lífi okkar og veitir ómælda gleði og ánægju . Nú gefst þér tækifæri til þess að stunda skemmtilegt tónlistarnám - Allir eru velkomnir, byrjendur sem lengra komnir, ungir og aldnir.” Tónlistarnám Ástvaldur Traustason skólastjóri Tónheima Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 846 8888 Slagverk Lagasmíðar Rafmagnsgítar Kassagítar Píanó Djasspíanó Vorönn hefst 18. janúar Tónheimar - Fákafeni 9 - tonheimar@tonheimar.is ” Breski hönnuðurinn Luella Bartley hefur lengi blandað saman áhrif- um úr rokksögu fyrri áratuga við hönnun sína. Næsta sumar er engin undantekning en þá færist hún aftur til fortíðar í beep-bop og rokkabillí og sendi stúlkur niður tískupallinn í dásamlega sykur- sætum kokkteilkjólum, þröngum hálfsíðum „capri“-buxum, „fift- ís“-legum blússum og til að kóróna þetta allt saman voru fyrirsæt- ur með svalan svartan augnskugga og uppsett hár. Pastellitir í bland við rokk og ról eru það sem koma skal í vor samkvæmt Luellu. - amb STELPULEG HÖNNUN FRÁ LUELLA BARTLEY: Brjóstsykursætt fyrir sumarið DOPPÓTT Ævintýralegur froðukenndur hvítur kjóll með svörtum doppum. SVART Sætur rokkabillíkjóll með rauðum rósum. Einhvers staðar byrjaði þessi undarlega tíska. Konur á ljósmyndum með fýlusvip sem stara, oft hoknar og vannærðar, framan í mynda- vélina. Það er ekki töff að brosa. Nei, nei, auðvitað er ekkert alltaf töff að brosa, ég samþykki það. Fallegt Colg- ate-bros og rokk og ról eiga víst litla samleið. Rokktöffarar síðustu áratuga hefðu sennilega ekki verið jafn svalir ef þeir hefðu brosað gleitt á plötu umslögunum. Bob Dylan og Lou Reed eiga að vera alvarlegir á myndum, því tónlist er alvarlegt stöff. En samt hugsaði ég út í þetta um daginn þegar ég fattaði að flestar myndir sem konur kjósa að setja af sjálfum sér á ver- aldarvefinn eru enn og aftur þessar yfirgengi- lega fýlulegu myndir þar sem þær eru með gervilegan stút á munninum og líta framan í myndavélina eins og þær hati ljósmyndarann. Og þessi fýlusvipur er ekkert einskorðaður við ljósmyndir. Ég minnist þess að þegar ég átti heima í París þá stóðu frönsku píurnar iðulega í þröngu gallabuxunum sínum og leðurjakkanum með sígarettu í annarri hendi og stórfenglegan fýlusvip á vör. Skand- inavísku stelpurnar fengu plús í kladdann fyrir það eitt að meika það að tala við annað fólk og brosa. Þessi fýlutíska er samt ekkert á undan- haldi. Hún sést víða á börum bæjarins þar sem stúlkur eru svo ofur- svalar að þær standa með stút á vör og horfa út undan sér á annað fólk eins og þær séu yfir alla hafnar. En stelpur, nú er vetur, það er snjór úti og kalt, það er janúarmánuður, og lífið er nógu þunglyndislegt fyrir. Það er nefnilega ótrúlegt hvað fallegt bros getur gerbreytt ásýnd hverrar manneskju. Bros er eitthvað sem við mannkynið eigum ein, eitthvað sem við höfum þróað með okkur í milljónir ára til að gleðja hvert annað og gefa ánægju okkar til kynna. Dýrin geta jú ekki brosað (nema kannski kettir en það er álitamál). Ég held að það gefi augaleið að það þarf engu að bæta í fataskápinn núna í janúar en fallega hirtu hári, ljómandi frísklegri húð og góða skapinu. Það eina sem skiptir nefnilega máli, eins og góður maður sagði, er að vera hress. Bros er besti fylgihluturinn EKKI HRESS Karen O úr Yeah Yeah Yeah‘s með töffaralegan stút. … þetta svala íslenska verð- launadagatal þar sem hver dagur er rifinn af á gamla mátann. Fæst í safnbúð landnámssýningarinnar, Aðalstræti. > WILLIAMSON MEÐ HERRALÍNU Breski hönnuðurinn Matthew Williamson verð- ur með eigin herralínu fyrir vor og sumar 2010. Línan samanstendur af aðsniðnum peysum úr kasmírull í fjörlegum litum og mynstrum, silki- treflum og bróderuðum stuttermabolum. Fötin eru svo gullfalleg að konur eiga eflaust eftir að kaupa þau líka. … æðislega tösku til að lífga upp á janúarmánuð frá Orna Kiely. Fæst í Kisunni. … dúndurgott andlitskrem með nær- ingarefnum úr sveppum sem ættu að hressa vetrarhúðina við. Frá Origins. SMART Fallegur hvítur kokkteilkjóll með svartri slaufu. FIFTÍS Fölblár kjóll með slaufu og gul hárslaufa í stíl. ROKKAÐ Flott- ar hnébuxur við mynstraða skyrtu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.