Fréttablaðið - 09.01.2010, Síða 80

Fréttablaðið - 09.01.2010, Síða 80
48 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Handboltaparið Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, og Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði Stjörnuliðsins, eiga von á barni um miðjan júlí. Af þeim sökum mun Kristín ekki spila meira með meisturum Stjörnunnar í vetur. Stjarnan og Fram hafa háð hatramma baráttu um titilinn síðustu ár þar sem Einar hefur ítrekað mátt lúta í gras fyrir sambýliskonunni. Lét hún hafa eftir sér að Einar yrði aldrei Íslandsmeistari á meðan hún væri enn að spila. „Tækifærið fyrir hann er þá væntanlega núna,“ segir Kristín létt. „Þetta er eina leiðin fyrir hann að verða meistari en ég er samt ekkert viss um að honum takist það. Bestu liðin eru það jöfn.“ Silfurmaðurinn Einar segir að vissulega vænk- ist hagur Framliðsins við það að Stjarnan missi Kristínu. „Hún er einn mikilvægasti maður liðsins,“ segir Einar. Þrátt fyrir óléttuna spilaði Kristín í deildabikarnum milli jóla og nýárs en þá mættust Fram og Stjarnan í úrslit- um. Fram hafði betur aldrei þessu vant. „Það var rosalega fúlt að tapa þeim leik enda í fyrsta skipti sem ég tapa fyrir Einari. Það er afar fúlt að vera ekki lengur með 100 prósenta árangur gegn honum. Ég var nú samt ólétt í leiknum þannig að það er spurning hvort þessi leikur eigi að teljast með. Ég gat náttúrlega ekkert beitt mér af fullum krafti,“ segir Kristín en af hverju ákvað hún að spila leikinn? „Ég er bara svo mikil keppnismanneskja. Ég ræddi þetta auðvitað við þjálfarann en daginn fyrir leik ákvað ég bara að vera með en passaði mig eðlilega. Þetta er bara svo gaman að ég gat ekki sleppt leiknum,“ sagði Kristín sem þarf nú að fylgjast með síðari hluta Íslandsmótsins af bekknum. EINAR OG KRISTÍN EIGA VON Á BARNI: EINAR Á ÞVÍ LOKS MÖGULEIKA Á AÐ VERÐA ÍSLANDSMEISTARI SEGIR KRISTÍN Þetta er eina leiðin fyrir hann að verða meistari FÓTBOLTI Þegar Kára Árnasyni var tilkynnt með sms-skilaboðum í sumar að hann væri ekki lengur velkominn á æfingar með AGF í Danmörku átti hann ekki von á því að fáeinum mánuðum síðar væri hann kominn í lykilhlutverk hjá liði í ensku B-deildinni. Það varð engu að síður raunin en Kári hefur slegið í gegn með Plymouth í vetur. Hann skrifaði í vikunni undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2012. Fleira hefur einnig breyst hjá Kára. Allan sinn feril í Svíþjóð og Danmörku hefur hann spilað sem miðvallarleikmaður en er nú að blómstra í hlutverki miðvarðar hjá Plymouth. „Ég hef þó fengið að heyra reglu- lega á ferlinum að ég sé betri varn- armaður en miðjumaður. Siggi Jóns sagði mér það á sínum tíma og líka þjálfari í Svíþjóð,“ segir Kári við Fréttablaðið en Sigurður Jónsson var þjálfari Kára hjá Vík- ingi á sínum tíma – áður en hann hélt utan í atvinnumennskuna. „Mér var svo af og til hent í vörn- ina og vonað það besta. En núna er loksins verið að kenna mér að spila þessa stöðu og þá hefur þetta geng- ið mjög vel,“ bætir hann við. Kári fór til Svíþjóðar fyrir tíma- bilið 2005 og lék með Djurgården til 2006. Þá skipti hann yfir til Danmerkur þar sem hann lék með bæði AGF og Esbjerg. Um mitt síðasta keppnistíma- bil var Kári lánaður frá AGF til Esbjerg en vegna meiðsla náði hann lítið að spila með síðarnefnda liðinu. Hann hafði lent upp á kant við nýjan þjálfara hjá AGF og þeir skiptust á skotum í fjölmiðlum. „Ég sagði einfaldlega að ég skildi ekki af hverju gamli þjálf- arinn var rekinn enda hafði hann byggt upp liðið frá grunni. Nýi þjálfarinn var bara með einhver smábarnalæti á móti og svaraði ég því aldrei,“ segir Kári. „Svo eftir sumarfríið hafði ég samband við AGF og spurði hve- nær ég ætti að mæta til æfinga hjá félaginu enda var ég samnings- bundinn því í eitt ár til viðbótar. Tveimur dögum síðar var mér til- kynnt með sms-skilaboðum að það væri líklegast best að ég myndi ekki mæta.“ Það var þá sem Kári fór til reynslu hjá Plymouth sem ákvað að bjóða honum samning. „AGF ætlaði svo allt í einu að setja verð- miða á mig þegar Plymouth sýndi mér áhuga. Ég sagði að það kæmi bara einfaldlega ekki til greina og sem betur fer fór það mál ekki lengra.“ Kári segir að sér líði vel í Plymouth. „Ég hef sennilega aldrei spilað betur á ferlinum. Það er líka svo einfalt að ég er ánægður svo lengi sem ég fæ að spila. Ég sé því í raun enga ástæðu fyrir því að flytja mig.“ Plymouth er enn í fallsæti en virðist vera á uppleið. Liðið hefur að minnsta kosti ekki tapað í þrem- ur leikjum í röð og Kári skoraði til að mynda eitt mark í 4-1 sigri á Reading á dögunum. „Hvert stig er fljótt að telja enda þéttur pakki í neðri hluta deildar- innar. Það var því kærkomið að komast á svona fínt skrið,“ segir Kári. Landsliðsferill Kára telur sextán leiki en hann hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum Ólafs Jóhannes- sonar, núverandi landsliðsþjálfara. „Ég hef ekki einu sinni talað við hann og það er töluvert langt síðan ég hætti að gera mér einhverjar vonir um landsliðið,“ segir Kári. „Auðvitað var það alltaf aðalmark- miðið að komast í landsliðið en það er ekki lengur í fremsta forgangi, eins sorglegt og það er. Ef ég verð valinn er það mjög jákvætt en ég efast stórlega um að það gerist.“ eirikur@frettabladid.is Fyrst núna að læra að spila í vörn Kári Árnason hefur slegið í gegn með Plymouth í ensku B-deildinni og skrifaði hann í vikunni undir nýjan samning við félagið. Hann efast þó stórlega um að hann verði valinn aftur í íslenska landsliðið á næstunni. LANDSLIÐSMAÐURINN KÁRI Landsliðið er ekki lengur í forgangi, segir Kári Árnason. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðar- son og félagar í Sundsvall urðu á þriðjudagskvöldið fyrsta liðið síðan í október til þess að vinna toppliðið í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann glæsilegan 91-79 sigur á heimavelli Norrköping. Sundsvall náði þar með að minnka forskot Norrköping í fjög- ur stig. Norrköping var fyrir leik- inn búið að vinna þrettán deildar- leiki í röð en það átti fá svör við stórleik íslenska bakvarðarins. Sundsvall-liðið lék þarna án tveggja sænskra landsliðsmanna, leikstjórnandans Mats Levin og skyttunnar Johans Jeansson. Jakob var með 28 stig og 5 stoð- sendingar í sigrinum á toppliðinu og fékk mikið hrós í leikslok frá báðum þjálfurum liðanna. „Jakob var mjög góður. Hann mætti þarna sænska landsliðsbakverð- inum og átti leikinn,“ sagði Peter Öqvist, þjálfari Sundsvall, við sænska blaðið í Sundsvall. Jakob hefur spilað frábærlega í fjögurra leikja sigurgöngu Sunds- vall og hefur skorað 23,5 stig og hitti úr 52,4 prósentum skota sinna í sigrunum á Solna, Gothia, 08 Stockholm og Norrköping. Jakob hefur leikið sérstak- lega vel í síðustu tveimur leikjum þar sem liðið var án sænska landsliðsba- kvarðarins Mats Levin sem er nýbúinn að semja við ítalska liðið Casale. Jakob og Levin mynduðu frábært bakvarðapar en Jakob hefur sýnt enn frekar styrk sinn þegar hann hefur þurft að leiða liðið sjálfur. Jakob hefur heldur betur tekið upp hanskann fyrir Levin en hann hefur skorað 51 stig og gefið 11 stoðsendingar í þess- um tveimur leikjum liðsins síðan Levin stökk á tilboð- ið frá þessu ítalska b- deildarliði. Það sem meira er, hann hefur aðeins tapað tveimur bolt- um í þessum leikj- um þrátt fyrir að pressan hafi verið meiri á honum að búa eitthvað til fyrir Sundsvall- liðið. - óój Jakob Örn Sigurðarson hefur leikið vel í forföllum lykilmanna Sundsvall: Í stuði í sigurgöngu Sundsvall SPILAR VEL Jakob Örn Sigurðarson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Nick Bradford átti að lenda á Íslandi í gærkvöldi og fara á fund Njarðvíkinga til ganga frá samningi um að klára tímabilið í Ljónagryfjunni. „Þegar maðurinn er ekki búinn að skrifa undir og ekki mættur til landsins þá er ekkert öruggt. Hann þarf ekki annað en að missa af einni vél eða eitthvert annað lið að krækja í hann,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Njarðvíkur, í gær en hann var þá búinn að vera í sambandi við Bradford. Magnús Þór Gunnarsson, núverandi leikmaður Njarðvík- ur, spilaði með Bradford hjá Keflavík. „Hann er ekki að fara að vinna neitt fyrir okkur. Hann kemur ekki og skorar 40 stig og þá vinnum við. Á meðan Íslend- ingarnir spila eins og þeir hafa verið að gera þá vinnum við með hann í fararbroddi,“ sagði Magn- ús og bætti við: „Ég spilaði mjög vel bæði á Íslandi og í Evrópukeppninni með Nick Bradford og ég hlakka mikið til ef hann kemur. Hann kemur með þessa extra stæla sem vantar,“ sagði Magnús. - óój Bradford á leið í Njarðvík: Átti að lenda í gærkvöldi FRÁBÆR Nick Bradford fagnar titli með Sigurði Ingimundarsyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > KKÍ hefur ekki efni á því að senda lands- liðin í Evrópukeppni næstu tvö árin Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti það í gær að sambandið hefði ekki efni á að senda landsliðin sín til keppni í Evrópukeppninni eins og undanfarin ár. Karlaliðið hefur tekið þátt í Evrópukeppninni nánast sleitulaust frá 1975 og stelpurnar hafa verið með frá 2006. A-landslið Íslands í karla og kvennaflokki munu því ekki taka þátt í EM fyrr en í fyrsta lagi haustið 2012. Landsliðin hafa þó ekki verið lögð niður því þau munu eftir sem áður taka þátt í Norðurlandamótunum sem eru haldin á fjögurra ára fresti. Karlaliðið spilar á Norðurlandamóti í Svíþjóð á þessu ári. Suðræn sveifl a er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl ., kviðæfi ngum og góðri slökun. Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fi mmtudögum kl. 17:30 í leikfi missal Hvassaleitisskóla. Einnig verður kennt á miðvikudögum kl. 19:00 og laugardögum kl. 09:30 í Stúdíói Sóleyjar Jóhannsdóttur, Mekka Spa. Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari. Skráning er hafi n á námskeiðið sem hefst þriðjudaginn 12.janúar. Upplýsingar og skráning í s:899-8669.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.